ÉG ER BRJÁLAÐUR! viðbrögð sjómanna og Arnars við grásleppubanni

Eins og kom fram í frétt á Aflafrettir.is þá skrifaði Kristján sjávarútvegsráðherra undir reglugerð þess efnis að 
grásleppuveiðar myndu verða bannaðar frá og með 3.maí næstkomandi, nema á svæði 2 í Breiðarfirðinum en þar má veiða í 15 daga,
Aflafrettir leituðu viðbragða nokkura grásleppusjómanna víða um landið sem og viðbrögð formanns landsamband Smábátaeigenda,


Byrjum fyrst á hvað Örn Pálsson sagði.


Hafi það verið skoðun sjávarútvegsráðherra að stjórna
veiðunum á þann hátt að veiði færi ekki umfram tillögu
Hafró um heildarafla hefði átt að tiltaka það í reglugerð
sem gefin var út áður en veiðar hófust.
LS sendi ráðherra bréf þar sem gerð var tillaga um að 
dagar yrðu ekki fleiri en 39-40.  Ráðherra tók hins vegar
þá ákvörðun að dagar yrðu 44.
Kringum 20. apríl lá það fyrir að veiði var óhemju góð og
því ástæða til fyrir ráðherra að vera á varðbergi um að 
hægja á veiðum með því að fækka dögum.  Það væri 
nauðsynlegt til að allir fengju jafnmarga daga.  Það 
gerði hann ekki.  Hann leitaði heldur ekki til LS um 
samstarf.
Mælingar Hafró í mars sögðu til um að betra ástant væri
á stofninum en í fyrra, fleiri grásleppur veiddust.  Því kom
það á óvart að stofnunin mundi ráðleggja minni heildarafla
en í fyrra.  Þeir skýrðu það með breyttri aðferðafræði, en 
um slíkt hafði ekki farið fram nein kynning á, né samstarf.
Hvorki við LS og ég held ráðuneytið.
Í kjölfar óhemju góðra aflabragða nú hefði ráðherra átt að auka
við ráðgjöfina (kannski á hann eftir að gera það) og vinna sér
tíma heldur en að gera það með fyrirvara sem er ónægur og
ávísun vandræði.  Útilokað að ná upp netunum áður en veið-
leyfi rennur út á miðnætti á morgun.
Greinilegt er að ráðherra hefur ekki fylgst nægjanlega með
gangi veiða


Að auki eru hérna viðbrögð grásleppusjómanna, 
Hérna er álit frá sjómanni á grásleppubáti frá Norðurlandinu 


Viðbúið fannst okkur, hefur ekki áhrif á okkur þar sem síðasti dagur er í dag. En þessi staða kæmi aldrei upp ef þetta væri kvótasett eins og við viljum.
Aflafrettir sendu sama sjómanni þessa spurningu
hafró gaf út núna fyrir þeta fiskveiðiár að hámarksaflinn á grásleppu ætti helst ekki að fara yfir 4646 tonn,
enn það virðst vera sem að það sem mun meira af grásleppu enn Hafró mældi. hvað helduru að valdi þessum mun,skilst að hafró noti troll til að mæla gráslepuna
Svar
Bara ófullnægjandi mælingar. Þetta er fiskur sem menn varla vita hvar heldur sig í hafinu hálft árið
Í sambandi við kvótann þá stendur maður betur að vígi þegar þú veist hvað þú mátt veiða. T.d í sambandi við mannskap sem þarf að ráða. Það var einn sem lagði netin í fyrradag og þarf að taka upp á morgun.


Hérna er álit frá grásleppusjómanni sem gerði út til veiða í Húnaflóanum


Ömurlega, þessi ráðgjöf hafró er náttúrulega galin og sést það best á veiðinni um allt land. Að mæla stofnstærð grásleppu með trolli er svipað og það ætti að mæla stærð loðnustofns með skelplóg. Einnig hefði alveg verið hægt að gera ráðstafanir hjá ráðherra fyrr td með að fækka dögum því það er svolítið síðan það sást í hvað stefndi. En þessi ráðherra sér ekkert nema kvótasetningu í þessu og þessvegna er upplagt fyrir hann að láta þetta springa svona
Og þetta gæti haft áhrif á Strandveiðarnar eins og þessi sami sjómaður segir
Já margir sem ekki voru byrjaðir og fá enga sleppu og svo má ekki gleyma því að þessi aðgerð ráðherra á einnig eftir að slátra strandveiðinni því eitthvað verða þessir bátar að gera og margir sem koma núna fyrr inn í strandveidar


Hérna er álit frá Grásleppusjómanni frá Faxaflóasvæðinu, en þeir bátar byrjuðu mun seinna að veiða heldur enn bátarnir við norður og norð austur landið
Sæll þetta sýnir okkur bara hvað Hafró veit lítið um hvað
er í sjónum. Það er miklu meira af grásleppu núna í kringum landið en undanfarin ár og það mætti alveg tengja það við engar veiðar á loðnu með flottrolli. Það er auðsjáanlega að hafa mikil áhrif til betri vegar. Það sem hefði gert það að fleiri hefðu fengið að veiða hefðu verið færri dagar á hvern bát.

 OG bætir síðan við 
Já nákvæmlega og við erum að sjá ljósa og nýgengna og mjög stóra grásleppu og talsvert af rauðmaga núna síðustu daga sem þýðir að það er að koma ganga úr hafinu.


Og að lokum álit frá grásleppusjómanni sem réri í Skagafirðinum og hans svar var einfalt þegar leitað var álit hans,


Eg er brjálaður


og bætti síðan við


Hafró veit akkurat ekkert hvað er að gerast. Bara sorglegt hvað margir fara illa út úr þessu rugli. Eg slepp vel


Að lokum er hérna mynd með, enn hún tengist ekkert þeim sem talað var við. 

Elín ÞH mynd Árni Dan Ármansson