Ég er kominn aftur eftir smá strand,,2017

Maður á bara eitt líf.    


í gær 16.des þá upplifði ég einn versta dag sem ég hef nokkurn tímann munað eftir.  vaknaði svo rosalega þungur í hausnum að ég gat eiginlega ekki gert neitt.  gat ekki legið.  gat ekki setið og gat varla gengið.  Daman sem ég er með hún Hrefna Björk sá að ástandið hjá mér var mjög alvarlegt og hún ákvað að fara með mig strax á sjúkrahús.   Það var nýtt fyrir mig því að ég hef aldrei þurft að fara á sjúkrahús, hef bara hummað  eða harkað það af mér.    í þessu tilfelli þá var það ekki í boði.  hún tók það ekki mál,

dagurinn í gær fór að mestu í allskonar rannsóknir og kom meðal annars í ljós að blóðþrýstingurinn í mér var í hættumörkum eða yfir 180 í efri mörkun.     Hef alltaf gaman af tölum enn svona há tala er ekki eitthvað sem er kanski gaman af.

Mikil viðbrögð
Ég setti smá skilaboð inná aflafrettir.is facebook þar sem ég sagði að ég gæti ekki sinnt síðunni vegna veikinda, og það verður að segjast að ég er klökkur yfir viðbrögðunum sem ég fékk frá ykkur.   inná mínu facebooki og aflafretta facebooki þá voru hátt í 300 manns sem tjáðu sig og gerðu ýmiskonar kalla.  og mér sýnist eins og fólk væri hissa á þessu. þar sem ég hef alltaf verið heilsuhraustur.   meira segja þá fréttist þetta alla leið til Kanaríeyja um veikindi mín.  

Maður er djúpt snortin yfir viðbrögðum ykkar.  

Aflafrettir fyrir alla
Það sást vel í skilaboðunum sem ég fékk frá lesendum Aflafretta að Aflafrettir skipta orðið ansi miklu máli í hinu daglega lífi og eins og einn skrifaði þá er hún síðan okkar allra.  já Aflafrettir er ekki bara síða heldur samfélag.

Vil ég færa öllum þessum gríðarlega fjölda hóps sem tjáði sig á einn eða annan hátt miklar þakkarkveðjur

Bjargvætturinn
og sérstaklega vil ég færa henni Hrefnu minni miklar kveðjur fyrir að fara með mig.   ég veit ekki hvernig dagurinn hefði farið hefði hún ekki farið með mig.  

núna er bara að taka sér taki og hugsa betur um sjálfan sig.  þetta var áminning um að maður þarf að passa sig.  


Ég er allavega kominn aftur og Aflafrettir því komnar aftur í gang.  


Gísli og bjargvættur minn.  Hrefna