Egill BA 468 í mokveiði á dragnót 1993.Alltaf gaman að skoða aflatölur aftur í tímann, og eins og ég hef skrifað áður þá hefur Patreksfjörður alltaf verið ansi stór 

mikill útgerðarbær.   Einn af þeim bátum sem réru þaðan í ansi mörg ár voru nokkrir bátar sem báru nafnið

Egill BA 468.  Þeir voru í það minnsta tveir bátarnir.  Fyrst bátur með sknr 1195.  Egill BA 468 

sem var frá árinu 1987 til 1995, þegar að báturinn með sknr 1611 var keyptur og fékk hann nafnið Egill BA 468.

Sá bátur var gerður út til ársins 1998.

Ætla að skoða bátinn sem var númer 1195, en þessi bátur var eikarbátur var 30 BT að stærð og 16,5 metra langur,

ÁRið 1993 var ansi gott hjá bátnum því að báturinn fór í alls 131 róður og réri á línu og dragnót og var með yfir 500 tonna ársafla

í ágúst 1993 þá var mokveiði hjá bátnum á dragnót skulum við aðeins líta nánar á það,

heildaraflinn hjá bátnum í ágúst var nefnilega 146 tonn í 23 róðrum eða 6,3 tonn í róðri,

Eins og sést hérna að neðan þá réri Egill BA ansi stíft og réri daglega frá 2 til 7 ágúst, og svo aftur daglega frá

9 til 14 ágúst.  

þessar tvær vikur voru þannig að fyrri vikan var 34,9 tonn í 6 róðrum og sú seinni 41,5 tonn í 6

Stærsta löndunin 13,2 tonn 

Dagur Afli
2 12.4
3 6.4
4 3.4
5 4.6
6 3.9
7 4.2
9 4.3
10 6.6
11 8.8
12 7.5
13 3.5
14 10.8
16 13.2
17 3.6
19 3.7
20 5.4
21 9.4
23 6.1
24 4.7
25 2.6
26 6.7
27 6.4
28 7.6


Egill BA mynd Sigurður Bergþórsson