Egill ÍS í rækjumoki í Arnarfirðinum.
EF litið er á rækjuveiðar við Ísland þá voru rækjuveiðar flokkaðar í tvo flokka. það voru úthafsrækjuveiðarnar.
og síðan það sem kallað var Innanfjarðarrækjuveiðar. inn í þeim hópi voru til dæmis veiðar við Eldey, Berufirði, Axarfirði, Skjálfanda
Skagafirði, Húnaflóa, Steingrímsfirði, ÍSafjarðardjúpi og í Arnarfirði.
Arnarfjörður
núna síðustu ár þá hefur enginn innanfjarðarrækjuveiði verið á þessum stöðum nema í Ísafjarðardjúpinu og í Arnarfirðinum.
Hafró sér eins og undanfarin ár um mælingar á rækjustofninum í þessum fjörðum og niðurstaðan fyrir þetta ár
var að kvóti í ísafirðinum var 0, tonn. semsé enginn kvóti. en í Arnarfirðinum þá var kvótinn þar 166 tonn.
sem skiptist á tvo báta. Egil ÍS og Jón Hákon BA.
Bjarni Sæmundsson RE og Dröfn RE
Þess má geta að Hafró notaði síðan 1977 og alveg fram til 2020 sirka , báta sem hétu Dröfn RE. Dröfn RE var frekar lítill bátur
enn hentaði mjög vel til mælingar á innanfjarðarrækjunni.
enn núna í ár þá og síðustu ár þá notaði Hafró, Bjarna Sæmundsson RE sem er miklu stærra skip enn stunda þessar rækjuveiðar á þessum fjörðum.
Hinrik BA 285 árið 1952
Saga Rækjuveiðar í Arnarfirðinum er nokkuð löng, og í aflatölum hjá mér þá finn ég aflatölur um veiðar á rækju í Arnarfirðinum aftur til ársins 1952.
enn á árinum 1952 til 1960 þá var að mest einn bátur atkvæðamestur við rækjuveiðarnar í Arnarfirðinum og hét sá bátur Hinrik BA 285.
1952 þá til dæmis landaði Hinrik BA 32,4 tonnum í 60 róðrum eða 540 kg í róðri að meðaltali,
Árið 1956 þá stundaði Hinrik BA rækjuveiðar í Arnarfirðinum allt árið og landaði þá alls 85,9 tonnum í 175 róðrum, og það gerir um 491 kíló í róðri.´
12 leyfi
uppúr 1990 þá var farið að úthluta leyfum til veiða í Arnarfirðinum og voru leyfin þá 12, núna eru aðeins 2 bátar með leyfin, er Egill ÍS með 6 leyfi. Jón Hákon BA með' 4 leyfi og Pilot HF með 2 leyfi
sem eru vistuð á Agli ÍS , enn það má geta þess að báturinn Pilot BA var ansi atkvæðamikill á rækjunni í Arnarfirðinum og mun nánar verða fjallað um þann bát síðar.
Stefán og Þór Líni
Stefán Egilsson útgerðarmaður hefur síðan 1977 gert út hina ýmsu báta og gerir út bátinn Egil ÍS , Stefán var skipstjóri á honum þangað til fyrir um 3 árum síðan
að Þór Líni Sævarsson tók við bátnum sem skipstjóri á honum.
og núna í vetur þá var fyrsta verkefni Þórs og áhöfn hans á bátnum að fara í Arnarfirðin og veiða rækju, og heldur betur sem að þeir mokveiddu rækjuna
Egill ÍS hefur stundað rækjuveiðar í Arnarfirðinum síðan árið 2012 og hvort Þór né Stéfán hafa lent í öðru eins moki.
Mok í Arnarfirði hjá Agli ÍS
Kvótinn hjá Agli ÍS var um 125 tonn og þeir náðu kvótanum í aðeins 12 róðrum og það gerir um 10,4 tonn í róðri.
Þór Líni skipstjóri sagði að þeir hefðu að mestu verið við veiðar útaf Hrafnseyri og Laugarból og voru þar við veiðar á 58 til 62 faðma dýpi,
svo mikið var rækjumokið að þeir toguðu stundum bara í 30 mínuntur enn fengu þá um 2 tonn í hali.
Þór sagði að trollið sem þeir nota er lítið troll, en trollinn sem bátarnir nota í Innanfjarðarækjuveiðunum er mjög lítið og stundum kalla sjómenn þetta troll, frímerki.
engnir aflanemar eru á trollinu og því þurfti Þór bara að hífa eftir smá tíma til að kanna hvað væri í trollinu.
Lestin í bátnum tekur um 11 tonn af rækju í körum og mest komst Egill ÍS með 13,2 tonn af rækju í einni ferð og var þá lestin full af rækju, móttakan full,
þvottakarið fullt. fengu þennan afla í 6 holum eða um 2,2 tonn í hali.
Allur rækjuaflinn er landaður á Þingeyri, enn þaðan er um 3 tíma stím, en sigling inn og útúr Arnarfirði og Dýrafirði er þónokkur.
og fer allur aflinn til vinnslu hjá Kampa á ÍSafirði. áætlað aflaverðmætið bátsins af rækjunni þessa vertíð er um 32 milljónir króna.
en um borð í Agli ÍS er 4 manna áhöfn.
Jón Hákon BA á eftir að veiða sinn kvóta sem eru rúm 40 tonn og miðað við þetta mok hjá Agli ÍS þá má búast við því að Jón Hákon BA
verði nú ekki lengi að ná sínum kvóta.
Egill ÍS með 12 tonn af rækju, mynd Halldór Jón Egilsson
Þór Líni Sævarsson skipstjóri á Agli ÍS mynd STefán Egilsson
Allt fullt af rækju Mynd STefán Egilsson
Egill ÍS mynd Sæmundur Þórðarson