Egill ÍS stórskemmdur eftir mikinn bruna3,2017

Hérna til hliðar er frétt um nýjan dragnótabát Saxhamar SH.  Saxhamar SH í sínum fyrsta mánuði í útgerð fór vestur til veiða en þar hafa bátarnir þaðan verið að fiska mjög vel eins og í fyrra.  það eru aðalega Finnbjörn ÍS , Ásdís ÍS, Þorlákur ÍS og Egill ÍS ,


Egill ÍS er minnstur bátanna og hann var veiðar veiðar í mynni dýrarfjarðar þegar að eldur kom upp í ljósavélarými.  eldurinn var mjög mikill enn áhöfn tókst að kæfa hann og var kallað eftir aðstoð.  nærstaddir bátar voru þá Jón Hákon BA og Aldan ÍS og héldu þeir báðir á stað þar sem að Egill ÍS var.   

VEgna þess að aðalvél bátsins gekk þá var hægt að sigla bátinn undir eigin vélarafli til Þingeyrar þar sem að unnið var við að slökkva eldinn í bátnum og var það verk ekki lokið fyrr enn um klukkan 0900 í morgun 28.ágúst.  
eins og sést á myndunum að neðan þá er mikið tjón á bátnum og allur framhluti bátsins er ónýtur.

Aflafrettir í smá spjalli við Stefán
AFlafrettir höfðu samband við Stefán Egilsson skipstjóra og útgerðarmann Egils ÍS og sagði hann að þetta væri mikið sjokk og áfall að lenda í þessu.  sagði hann að eftir að báturinn kom til Þingeyrar þá fór áhöfnin í land og taldi að eldurinn væri kulnaður enn hann blossaði þá upp aftur og varð ekkert við neitt ráðið þá,

Sagði Stefán að svartur reykur hefði farið um allan bátinn og væru allar vistarverur og brúin sótsvartar af reyk.  yfirbygginginn var úr áli og hún bráðnaði enn ál bráðnar við 700 gráður.  
matsmenn frá tryggingarfélagi bátsins kemur og mun meta hvort hægt verði að gera við hann eða hvort hann verður dæmdur ónýtur.











Myndir Davíð Davíðsson