Egill SH, mokveiði 35 tonn á 14 tímum,,2017

Dragnótaveiði hjá bátunum við Snæfellsnesið hefur verið ansi góð núna í vetur og það sem af er þessum maí mánuði þá hefur veiðin verið mjög góð þar.


Bátarnir hafa verið að koma með nokkuð stóra róðra, eins og t.d Steinunn SH sem kom með 38 tonn í land.  

Egill SH
Svo til allir dragnótabátarnir sem veiða við Snæfellsnesið landa í Ólafsvík og þar er líka gerður út báturinn Egill SH 

Þar um borð er 6 manna áhöfn og skipstjórinn Sigurður Jónsson.  þeir lentu heldur betur í mokveislu.  Fóru út á sín mið skammt undan Öndverðanesinu sem er ekki langt frá Ólafsvík.  

Mokveiði í síðasta kastinu
Þegar þeir á Agli SH voru búnir að kasta í fjögur skipti þá var komið í bátinn um 21 tonn og var ákveðið að kasta einu kasti í viðbót og það kast var heldur betur stórt.  því að alls komur út því kasti 14 tonn,  og komu með fullfermi til Ólafsvíkur eða 35,2 tonn.  Aflinn var nokkuð blandaður, og var 24 tonn af þorski, 6 tonn af ýsu og um 3,7 tonn af skarkola.
Allur aflinn var í körum í lestinni auk þess að 3 tonn voru í þvottakörum á dekkinu

Túrinn var alls 14 tímar höfn í höfn hjá þeim á bátnum 

Allur aflinn fór á markað og verðin voru þokkaleg.  fengust um 220 krónur fyrir kílóið af þorskinum, eða um 5,3 milljónir króna.  
Heildaraflaverðmætið þennan eina dag var því um 7,2 milljónir króna.

Þessi róður Egils SH er ekki stærsti róðurinn hans , því að þeir hafa komið með í land yfir 50 tonn í einni löndun
Það má geta þess að allir dragnótabátarnir á snæfellsnesinu hafa komið með svona fullfermisróðra af og til núna í vetur.  




Egill SH mynd af FB síðu þeirra