Einar Guðnason ÍS með fullfermi,,2019

Útgerðaraðilar á Suðureyri halda minnungum um þekkta skipstjóra hátt á lofti þar í bæ.  


Í mörg ár þá var bátur gerður út frá Suðureyri sem hét Gestur Kristinsson ÍS sem var skírður eftir samnefndum skipstjóra sem var meðal annars skipstjóri á Sif ÍS ,

Í fyrra þá var keyptur 25 tonna plastbátur með beitningavél sem áður hét Indriði KRistins BA,

Sá bátur fékk  nafnið Einar Guðnason ÍS sem líka er eftir þekktum skipstjóra frá Suðureyri,

Einar Guðnason var skipstjóri á í mörg ár meðal annars á Friðbert Guðmundsson ÍS og Sigurvon ÍS.  


 Fullfermistúr
Einar Guðnason ÍS gerði góðan túr núna fyrir nokkrum dögum síðan því að báturinn kom í land með fullfermi eða  15,3 tonn og róðruinn þar á undan var líka góður eða um 11,2 tonn,

Guðmundur Þór Jónsson var skipstjóri á bátnum í þessum túr og sagði hann í samtali við AFlafrettir að þeir hefði fengið þennan afla  í grunnkantinum í nesdýpinu sem er í um 30 mílna fjarlægð frá Suðureyri.  um 3 klst stím,

Guðmundur sagði að hann hefði fengið þennan afla á 2 lagnir enn alls lagði hann 31 þúsund króka og gerir því þetta um 69 bala.

það gerir um 222 kíló á bala,

túrinn sjálfur tók um einn og hálfan sólarhring .





Myndi Ingólfur Þorleifsson