Einar Hálfdáns ÍS seldur

Sum bátanöfn eru orðin mjög svo gömul og finna má báta með sumum nöfnum sem hafa verið í gangi 


í allt upp í 50 til 70 ár

eitt af þeim nöfnum er Einar Hálfdáns.  enn bátar með því nafni hafa verið gerðir út frá Bolungarvík vel í yfir 50 ár.

síðasti Einar Hálfdáns ÍS, 15 tonna  plastbátur sem er búinn að vera gerður út frá Bolungarvík síðan árið 2009.

Hefur átt ansi góð ár og verið oft aflahæstur yfir árið eða með aflahæstu 15 tonna bátunum yfir árið.

þessi bátur hefur núna verið seldur og fór báturinn til Breiðdalsvíkur til fyrirtækins Goðaborgar sem hefur 

gert út t.d Ella P SU,  Áka í Brekku SU og núna nýjast Silfurborg SU sem er gamli Njáll RE

Reyndar þá var Áki í Brekku SU settur upp í kaupin á Einar Hálfdáns ÍS 

Með bátnum fylgdi nokkur kvóta enn mest þó af steinbít.  eða um 180 tonn.

auk þess þá var með 14 tonn af ýsu og 45 tonn af ufsa

Goðaborg keypti reyndar annan bát, því þeir keyptu Jóa ÍS og með honum fylgir 20 tonna þorskkvóti,

Kaupverð er ekki gefið upp enn gróflega má áætla að kaupinn á Einari  séu á um 450 til 500 milljónir króna.

Einar Hálfdáns ÍS hefur fengið nafnið Áki á Brekku SU og er á handfæraveiðum, enn ekki er ljóst hvað verður gert

við gamla Áka í Brekku SU sem heitir í dag Einar Hálfdáns ÍS 


Einar Hálfdáns ÍS með 21 tonn um borð.  Mynd Vikari.is