Einn maður á Afa ÍS og lenti í mokveiði,2018
Mikið fjör í línuveiðum fyrir sunnan og Vestan.
Það eru ekki margir sem eru að stunda línuveiðar og eru einir að róa á báti sínum
á Suðureyri er þó maður sem rær einn á báti sínum,
heitir hann Steindór L Kjellberg og heitir báturinn Afi ÍS 89.
Báturinn er útbúin til veiða bæði á handfæri og línuveiðum, enn báturinn rær með balaínu og hefur Steindór róið svo til jafnt með færin og línuna,
Steindór fór í lok apríl út með 18 bala og lenti heldur betur í steinbítsmoki,
þegar að búið var að draga 15 bala þá var báturinn orðinn alveg kjaftfullur
Afi ÍS kom í land með 6,9 tonn sem fengust á þessa 15 bala og gerir það 460 kíló á bala,
Steindór fór aftur út og dró þá 3 bala sem hann skildi eftir í sjó og á þá bala fékk hann 1,1 tonn eða 373 kíló á bala.
Samkvæmt heimildum aflafretta þá er Afi ÍS sknr 1932 fyrsti báturinn sem er smíðaður undir nafninu Cleopatra frá Trefjum
alls gerði því dagurinn hjá Steindóri rúm 8 tonn og það skal taka fram að hann var einn á bátnum þennan risadag
Afi ÍS með 6,9 tonn og Steindór þarna á dekkinu, Mynd Suðureyrarhöfn
Afi ÍS með 7 tonn