Einn maður á Ölla Krók GK með 35 tonna afla.,2018

Á listanum bátar að 13 BT eru ansi margir bátar,  flestir bátanna þar stunda línuveiðar og þónokkrir eru á handfæraveiðum.  
Einn af þessum bátum sem eru þar á listanum er nokkuð sérstakur, 

er það báturinn Ölli Krókur GK sem AG eignir eiga og AG seafood gera út,  og er AG seafood með stóra fiskvinnslu í Sandgerði

því að á Ölla Krók GK er aðeins einn maður að róa, Gunnar tryggvi Ómarsson.

var hann einn með bátinn allan apríl mánuð og núna í maí mánuði og hefur fiskað einn á þessum tíma um 35 tonn, allur þessi afli var tekin á handfæri og öllu landað í Sandgerði.  

Gunnar sagði í samtali við Aflafrettir að þetta væri mikil vinna að vera einn á bátnum því að nokkrir róðranna voru yfir 4 tonnin og sá stærsti tæp 5 tonn,

það má geta þess að seinni hlutann í apríl þá landaði Ölli Krókur GK um 19 tonnum í 7 róðrum sem fengust á 8 dögum.  Gunnar réri báti sínum samfellt í 5 daga , einn dag í frí og síðan 2 daga,

núna í maí þá fiskaði báturinn ansi vel,  var með tæp 14 tonn í 5 róðrum og í 6 sæti á listanum bátar að 13 bt sem er ansi gott miðað að vera einn á bátnum.

Núna er reyndar Gunnar  hættur með bátinn og tekur við dragnót á Halldóri Sigurðssyni ÍS,

Við bátnum tekur Jóhann Haukur Þorsteinsson og má segja að Jóhann Haukur hafi orðið ansi frægur þegar mynd birtist af honum talandi í símann með öngul í gengum hendina á sér.  

Þessi mynd af Jóhanni með þennan öngul í sér fór má segja útum allan heim og var sagt að þetta væri lýsandi fyrir íslenska sjómenn, hörkutól upp til hópa.  

Jóhann Haukur var á Sævar KE á netum núna í vetur enn var með Ritu SH á strandveiðum þegar að  hann fékk öngulinn í sig,








Ölli Krókur GK mynd Jóhann Ragnarsson


Ölli Krókur GK 



Hátt í 20 kör af fiski. Myndir frá Gunnari Tryggva Ómarssyni


Gunnar Tryggvi Ómarsson 


Jóhann Haukur og myndin fræga.  Mynd Haraldur Guðjónsson