Einn nýr frá Trefjum. ..2017

Ný Cleopatra 33 til Þrándheims

 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Mausund sem er á eyju rétt fyrir utan Þrándheim í Noregi.

Kaupandi bátsins er Ståle Myrseth sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Filip.  Báturinn mælist 11brúttótonn.  Filip er af gerðinni Cleopatra 33.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086TIM 315hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til neta og gildruveiða.

Veiðibúnaður kemur frá Hydema í Noregi.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 

Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla og salerni með sturtu.  Borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna um mánaðarmótin.



Filip Mynd Trefjar.is