Ekki Gisli heldur Halkion SH.,2015

í fréttinni sem er hérna til hliðar um tilraunaveiðarnar í Breiðarfirði á hörpuskel þá sagði ég frá því hvaða bátar það voru sem voru að veiðum síðasta árið sem veiðarnar voru leyfðar.


Þar var nafngreindur báturinn Gísli Gunnarsson SH.  enn það voru mistök  því Gísli Gunnarsson SH stundaði ekki veiðar þetta árið.

báturinn sem var þarna og var með þessi 50 tonn var Halkion SH sem var 18 brl eikarbátur og hafði verið keyptur til Stykkishólms í október árið 2002.  Hóf þá báturinn strax veiðar á hörpuskel og var hann því í hópi báta sem voru siðastir til þess að veiðar hörpuskel.  Veiddi báturinn um 33 tonn til áramótanna og eftir áramótin um 50 tonn ,


Eftir að hörpudiskveiðunum lauk og þar sem að báturinn var kvótalaus þá brá Gunnar Jensen skipstjóri og eigandi af bátnum að prufa sig áfram á sæbjúguveiðum enn þá var það í fyrsta skipti að sæbjúgu voru veitt og voru þetta tilraunaveiðar.  
gengu þær ágætlega og veiddi Halkion SH um 14 tonn af þeim til loka ágúst árið 2003,
báturinn hélt áfram sæbjúguveiðum um haustið og landaði um 7 tonnum  til áramóta,

enn vera bátsins í stykkishólmi var stutt ekki nema þetta eina ár og var báturinn síðan seldur til Þórshafnar þar sem hann hóf veiðar í mars 2004.

Þó svo saga Halkion SH sé ekki löng í Stykkishólmi þá er hún engu að síður nokkuð merkileg og sérstaklega fyrir þær sakið að báturinn var fyrsti til þess að prufa sæbjúguveiðar hérna við landið.  og tenginginn við Hannes Andrésson SH er nokkuð sterk þar sem að Hannes Andrésson SH er sá bátur sem hefur langmestu veiðireynsluna á sæbjúgu hérna á landinu.  

Það má geta þess í lokin að sonur Gunnars sem átti Halkion SH, Gunnar Ægir Gunnarsson gerir út bátinn Önnu SH og Fjólu SH, enn Fjóla SH hefur stundað ígulkerjaveiðar með góðum árangri frá Stykkishólmi undanfarin ár og siglir lygnan sjó á listanum bátar að 15 bt hérna á síðunni
 

Halkion SH mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins,