Eldeyjarrækjuveiði hjá Sigurþóri GK 43
Rækjuveiðar núna árið 2020 ganga frekar illa eða í raun þá er lítil sem enginn rækjuveiði, aðeins rækjubátar
sem stunda innanfjarðarrækjuveiðar eru á veiðum og eru þeir ekki nema um 5 talsins og allir á Vestfjörðum,
þetta var ekki svona og veiðar sem flokkast sem innanfjarðarrækjuveiðar voru stundaðar víða um landið og allar inná fjörðum eða flóum
eitt veiðisvæði skar sig þó út
oig var það svæðið í kringum Eldey.
þau flokkuðust sem innanfjarðarækjuveiðar og iðulega þá mátt byrja að veiðar Eldeyjarrækjuna 1.júní og þær veiðar náðu oft fram á haust,
árið 1984 þá var mjög góð rækjuveiði á Eldeyjarrækjunni og nokkuð margir bátar voru á þeim veiðum,
rækjuverksmiðjur voru þá nokkrar á Suðurnesjunum og ein af þeim var Lagmetisiðjan í Garðinum
Hún tók á móti t.d afla af Faxavík GK og Sigurþóri GK sem báðir lönduðu í Grindavík,
Sigurþór GK fiskaði mjög vel af rækjunni og hérna að neðan má sjá aflann hjá honum í júlí
dagur | afli |
2 | 3.7 |
4 | 2.3 |
8 | 4.2 |
10 | 4.3 |
11 | 2.3 |
13 | 3.8 |
15 | 3.0 |
17 | 3.8 |
20 | 4.4 |
23 | 2.2 |
24 | 3.7 |
27 | 4.2 |
29 | 2.7 |
31 | 3.7 |
Alls var þetta 48,1 tonn í 14 róðrum ,
Heildarrækju veiði Sigurþórs GK var mjög góður því alls landaði báturinn 149 tonnum í 43 róðrum eða 3,4 tonn í róðri
stærsti róðurinn var 6,9 tonn sem má kanski segja að sé fullfermi því þá var rækjunni landað í kassa og í hverjum kassa voru rúmelga 20
kíló af rækju, stærsti róðurinn var því um 345 kassar
Sigurþór GK mynd Vigfús ´Markússon