Elín Þorbjarnardóttir ÍS með 830 tonn,1980

Ísfiskstogarnir í maí árið 1980 mokveiddu og hérna er einn af þessum fjórum sem ég mun sýna ykkur,


Þessi togari hét Elín Þorbjarnardóttir ÍS og landaði á Suðureyri,

Fyrsta löndun togarans var 9 maí og það var strax fullfermislöndun,

því uppúr skipinu komu 211,1 tonn eftir um 8 daga á veiðum sem gerir um 26 tonn á dag.

Togarinn kom aftur eftir 6 daga á veiðum og aftur með góðan túr eða 196 tonn sem gerir um 33 tonn á dag,

þriðja löndunin var líka fullfermi 210 tonn eftir 7 daga á veiðum eða 30 tonn á dag,

og síðasti túrinn var einnig góður.  206 tonn eftir 6 daga á veiðum sem gerir 34 tonn á dag.

Samtals gerði því þessi mánuður 823 tonn í fjórum löndunum sem gerir 206 tonn í löndun,


Elín Þorbjarnardóttir ÍS mynd Vigfús Markússon