Ellefu Þúsund!!. 11.000
Þegar ég stofnaði Aflafrettir í nóvember árið 2007 þá vissi ég ekkert hvað ég var að fara úti. það voru þá komnar margar sjávarútvegsíður
en þó aðalega ljósmyndasíður. eins og t.d hjá Emil Pál, Þorgeir Baldurssynim Hafþóri og fleirum. mín síða var aftur á móti með aflatölur
Myndi einhver hafa áhuga á síðu sem myndi einblína á Aflaftölur ?.
Jú heldur betur. síðan hefur stækkað og stækkað og hliðarsíðan Aflafrettir.com er líka að stækka og stækka,
samhliða Aflafrettir.is þá er Facebook síða sem er með sama nafni og hún náði merkilegum áfanga í gær.
enn þá vóru fjöldi læka yfir Ellefu þúsund, já segi ég og skrifa 11.000
Reyndar er fjöldi lesenda sem fylgja Aflafrettir á hverjum degi mun fleiri eða 11500 manns,
Til samanburðar þá er næsta Íslenska sjávarútvegsíða með um 7 þúsund læk, þar á eftir kemur önnur með 2600 læk og svo að lokum ein sem er um 420 læk
Já þetta furðulega dæmi sem ég stofnaði árið 2007 er orðin í dag stærsta sjávarútvegsíða landsins.
já ég get ekki annað enn verið hræður yfir þessum frábæru viðtökum ykkar lesendur góðir .
Bara takk og aftur takk.
aflafrettakveðjur
Gísli Reynisson
Set inn mynd af Hoffelli SU með en hann er aflahæsta uppsjávarskipið á síðasta lista sem Aflafrettir.is birtu og það doldið merkilegt að aflinn hjá Hoffelli SU
11524 tonn er sá sami og fjöldi fólks sem fylgja Aflafrettir.is á hverjum degi.

Hoffell SU mynd Vigfús Markússon

Já talan góða 11 þúsund