Elsti bátur Stakkavíkur seldur, bátaflækjur,2019

Nýverið þá höfðu Stakkavík ehf í Grindavík og BG nes ehf bátaskipti,



STakkavík fékk Odd á Nesi SI og hefur hann fengið nafnið Geirfugl GK sem er vel þekkt nafn í Grindavík

enn BG nes fékk bátinn Jóa Brands GK sem stakkavík hafði átt í ansi mörg ár, því að báturinn var búinn að vera í eigu Stakkavíkur síðan 2006 og má segja að enginn annar bátur í eigu Stakkavíkur hafi verið jafn lengi í eigu þeirra og Jói Brands GK,


Reyndar þá mun  Jói Brands GK ekki vera lengi í eigu BG nes ehf því að  þeir seldu bátinn upp í annan bát,

útgerðarfélagið keypti nefnilegfa Hafrúnu ÍS  sem er 15 tonna línubátur og lét gamla Jóa Brands GK upp í kaupinn,

Þetta er nokkur bátaflækja og er nokkuð merkiegt að skoða þetta nánar,

t.d Geirfugl GK er ekki  nema  15 ára gamall bátur enn hefur heitið á þessum 15 árum alls 9 nöfnun og er þetta í annað skiptið sem að báturinn er í eigu Stakkavíkur,

BG nes ehf er búinn að eiga marga báta sem hafa heitið nafnið Oddur á Nesi SI og ÓF,   gróft talið þá eru þetta fimm bátar sem hafa heitið þessu nafnið síðust árin,

t.d báturinn sem í dag er Daðey GK.  og báturinn er var Hulda GK.  svo dæmi séu tekinn,

Geirfugl GK er byrjaður að róa fyrir stakkavík ehf og rær frá Skagaströnd



Jói Brands GK, núna Oddur á NEsi ÓF og seldur upp í Hafrúnu ÍS Mynd Þór Jónsson



Þarna Hulda GK.  Síðan Oddur á NEsi ÓF og í dag Geirfugl GK, Mynd Ljósmyndari ókunnur


Hafrún ÍS sem verður síðan Oddur á Nesi Mynd bátar og búnaður