Elva BJörg SI, 749 kíló, enn samt aflahæstur!!,,2016
Heldur betur mikið fjör núna í október. og eins og við höfum séð núna á síðunni í október þá var hörkuslagur um toppinn t.d hjá togurunum og línubátunum.
Toppbátarnir á listunum áttu það sameiginlegt að koma kjaftfullir í land eða með öðrum orðum öll kör full.
Jóhanna Gísladóttir GK með allt kjaftfullt. Málmey SK með allt fullt, Snæfell EA með allt fullt , Björgvin EA og svo mætti lengi telja
nema á einum lista,
því að á listanum bátar að 8 BT sem er minnsti flokkurinn hérna á síðunni þá var toppbáturinn þar aflahæstur enn samt með aðeins 749 kíló í róðri að meðaltali. og mesti afli uppá 1.5 tonn,
Enginn mokafli enn Elva Björg SI sem var einn fárra báta sem réru á handfæri allan október endaði aflahæstur á þeim lista með 14,3 tonn í 19 róðrum. mesti afli 1,5 tonn og eins og áður segir 749 kíló í róðri að meðaltali,
nokkuð merkilegt og er afar sjaldgjæft hérna á listunum á síðunni að bátur nái toppsætinu enn með undir einu tonn í róðri að meðaltali.
Elva Björg SI Mynd Steingrímur Kristinsson