Endalaus fullfermi hjá Sigurbjörgu ÓF,1981
Fréttin sem kom hérna á Aflafrettir um endalok togarans Sigurbjargar ÓF vakti ansi mikla athygli og voru hátt í 8 þúsund manns sem lásu hana á einum sólarhring,
Það voru ekki margar aflatölur með í fréttinni sem þá var enn ég fékk nokkrar fyrirspurnir um aflatölur um togarann og ætla að bæta úr því hérna með smá pistli,
Á meðan að Sigurbjörg ÓF var gerður út sem Ísfisktogari þá var skipið oft gríðarlega mikið aflaskip og svo mikið að stóru skipin á Akureyri máttu aldeilis passa sig á þeim á Sigurbjörginni ÓF því Ólafsfirðinganir sem voru á skipinu voru nú ekkert á því skónum að láta Akureyringana, nú eða þá Ísfirðinga fiska sig í kaf,
förum aðeins í smá ferðalag aftur til ársins 1981,
Það ár var ansi gott aflaár fyrir togarann því aflinn fór yfir 5500 tonn það ár og tveir mánuðir báru af þetta ár. og skal hafa það hugfast að þetta miðast við óslægt
Stór mars mánuður.
Byrjum á að skoða mars mánuðinn. enn þá byrjaði Sigurbjörg ÓF að landa 216,5 tonnum snemma í mars eftir 9 daga veiðiferð eða 24 tonn á dag,
Sigurbjörg ÓF fór svo aftur út og kom til hafnar eftir 10 daga á veiðum með fullfermi og gott betur. því landað var út skipinu 286 tonnum eða um 29 tonn á dag.
þriðja löndunin var líka yfir 200 tonnin því að Sigurbjörg ÓF kom með 208 tonn í land undir lok mars.
Þessi mars mánuður gerði því 710,3 tonn í aðeins þremur löndunum eða 237 tonn í löndun,
Hálfsokkinn Sigurbjörg ÓF í apríl.
Við skulum bæta við april. hann var vægast sagt rosalegur.
Fyrst kom togarinn með fullfermi eða 297 tonn eftir 10 daga á veiðum eða tæp 30 tonn á dag ,
Finnst ykkur 297 tonn stór löndun??.
Er 297 tonn ekki stór löndun??
Ja bíðum nú við. ekki fannst strákunum á togaranum það því að þeir gjörsamlega kjaftfyllltu allt sem hægt að var að setja fisk í því eftir 10 daga á veiðum þá kom Sigurbjörg ÓF með til hafnar 355 tonn miðað við óslægt.
þetta er svakalegur afli svo ekki sé meira. sagt.
Þennan apríl mánuð þá var aflinn 651 tonn í aðeins tveimur löndunum
Ágúst hinn stóri mánuðurinn.
Mars var ekki eini 700 tonna mánuðurinn. því að Ágúst var líka stór,
byrjum á fyrstu löndun. Sigurbjörg ÓF kom með 232 tonn í land snemma í ágúst,
togarinn kom aftur til hafnar um miðjan ágúst með fullfermi eða 271 tonn eftir 9 daga á veiðum eða 30 tonn á dag,
og síðasta lönduninn var 204 tonn eftir 8 daga á veiðum eða 25,5 tonn á dag,
semsé þessi ágúst var 706 tonn í aðeins þremur mánuðum,
heldur betur góður þessir þrír mánuður sem eru skoðaðir hérna því samanlagður afli skipsins var um 2100 tonn á þremur mánuðum.
Sigurbjörg ÓF mynd Steini