Endalaust steinbítsmok. Jóhanna G ÍS með metafla.2017


Eins og hefur verið hægt að fylgjast með hérna á síðunni þá hafa bátarnir frá Suðureyri og Flateyri verið að mokveiða steinbítnum,   Bátarnir hafa verið að veiðum í sirka 40 mínunta til 1 klst stími frá höfn,

það má segja að allir bátarnir frá þessum bæjum hafa allir komið með lang yfir 10 tonna afla,

t.d Gestur Kristinsson ÍS sem hefur komið með 15,7 tonn

Hrefna ÍS 14,5 tonn

Bliki ÍS 16,5 tonn

og svo tveir minni bátar Blossi IS sem kom með 11,5 tonn

og Berti G ÍS sem er um 10 tonna bátur kom með  8.7 tonn

Metróður Jóhönnu G ÍS 
Jóhanna G ÍS er bátur sem við höfum ekki oft séð inná topp 10 á listanum bátar að 15 bt, enn svei mér þá að þeir heldur betur mokveiddu

því þeir komu í land með 16,3 tonn og var steinbítur af því 15,9 tonn.  þessi róður er langstærsti róður bátsins frá upphafi.  

Ásmundur Örn og félagi hann Stanley Kordek voru með 30 bala og er þetta því 544 kíló á bala.
og það má geta þess að deginum eftir .  það er að segja í dag þá kom Jóhanna G IS  með 11,5 tonn og er því búinn að landa um 28 tonnum á aðeins 2 dögum , þann afla fékk bátuirnn á 24 bala eða um 480 kíló á bala






Ásmundur skipstjóri til hægra og Stanley Kordek


Myndir Ágústa á Flateyri