Endalok hjá fyrrum Hring GK,/Grundfirðing SH/ sknr 1202

Og bátunum fækkar og fækkar,  


þegar þessi orð eru skrifuð þá er netabáturinn Erling KE með skipaskrárnúmerið 1202 á leið til Belgíu í brotajárn.

Erling KE hét reyndar þessi nafni Erling KE aðeins árið 2022, og var gerður út undir því nafni einungis það ár, 

og kom það til af því að Erling KE ( skipaskárnúmerið 233) brann um áramótin 2021/2022.

Báturinn sem núna er á leið í brotajárn átti sér mjög farsæla og fengsæla sögu við Ísland

Báturinn var smíðaður á Íslandi, hjá Stálvík í Garðabæ, ( þar var t.d togarinn Stálvík SI, og Ottó N Þorláksson RE smíðaðir)

báturinn var smíðaður árið 1972 fyrir Meitilinn í Þorlákshöfn og hét þá fyrst Þorlákur ÁR 5
árið 1977 var báturinn seldur og fékk nafnið Brimnes SH, og var reyndar aðeins í tæp 2 ár með það nafn
var þá seldur til Vopnafjarðar og fékk nafnið Rita NS.

1982 er báturinn seldur til Hafnarfjarðar og fékk þar nafnið Hringur GK 18.  og undir því nafni var báturinn í alls 19 ár.

svo til mest allan þann tíma sem að báturinn hét Hringur GK 18 var báturinn á netaveiðum og á síld um haustið.

Til að mynda má lesa hérna frétt sem var skrifuð á Aflafrettir.is um síldveiðin hjá Hring GK


Snemma árið 2001 þá var báturinn seldur til Grundarfjarðar og fékk þá grænan lit, enn báturinn hafði verið blár þegar hann var Hringur GK

um mitt ár 2019 þá kaupir Hólmgrimur Sigvaldason bátinn og fékk hann þá nafnið Langanes GK, og var þá orðin fallega rauður á litinn
og var báturinn með því nafni þangað til snemma ár 2022 þegar hann fékk Erlings nafnið.

tvö myndbönd eru til af Erling KE sem ég hef tekið




Báturinn þegar hann hét Langanes GK

ERling KE myndir Gísli Reynsson