Endalok hjá Hilmi NK/SU árið 1993.
Árið er 1993 og þetta ár var nokkuð gott varðandi t.d loðnuveiðarnar, en þetta táknaði líka endalok fyrir ansi marga báta
og einn af þeim bátum sem endaði útgerðarsögu sína á íslandi var hið glæsilega skip Hilmir SU 171. Reyndar var skipið
orðið Hilmir NK 171 árið 1993.
Hilmir NK stundaði loðnuveiðar allt árið fram í október þegar að endalokinn komu og skipið var selt til Chile.
svona áður enn við rennum í hvað Hilmir NK veiddi árið 1993
þá er rétt að geta þess að fyrir nokkru síðan þá var skrifaður pistill um Hilmir SU og var þá fjallað um árið 1983 en þá stundaði skipið
togveiðar. Þið getið lesið þann pistil hérna.
Rennum aðeins yfir hvernig Hilmir NK gekk á loðnuveiðum árið 1993.
Janúar
Fyrsta löndun var 30 janúar 1056,1 tonn og deginum eftir kom skipið með 1126,8 tonn,
Febrúar,
Ansi vel gekk í febrúar, en þá landaði Hilmir NK 8081 tonnum í 8 löndunum og mest 1338,3 tonn.
Mars
Alls var aflinn þá 4857 tonn í 4 löndunum og mest 1334 tonn í einni löndun .
Júlí
Hérna var veiðin ansi góð. því Hilmir NK landaði alls 7600 tonnum í 6 löndunum og mest 1284,7 tonn.
Ágúst
Hérna var líka góð veiði. samtals landaði Hilmir NK 7433 tonnum í 6 löndunum og mest 1323,3 tonn,
September
Hérna var aflinn alls 4925 tonn í 4 löndunum
og í október þá kom síðasta löndun Hilmirs NK á Íslandi en þá landaði skipið 590 tonnum 4 okóber.
Eins og sést á þessum þá var burðargetan hjá Hilmir NK mjög mikil og á þessum tíma þá voru ekki mörg skip sem höfðu
jafn mikla eða svipaða burðargetu og Hilmir NK va rmeð.
heildafli árið 1993 var ansi góður eða alls 36583 tonn
En já þetta voru endalok hjá þessu fengasæla skipi sem átti þó aðeins 13 ára sögu í útgerð á Íslandi, Smíðaður á akureyri árið 1980
Hilmir SU, seinna Hilmir NK mynd Tryggvi Sigurðsson