Endalok Múlabergs SI.


á árunum um frá 1971 til um 1974 þá komu til landsins alls 10 togarar sem voru smíðaðir í Japan

og fengu þessu togarar viðurnefnið Japanstogarar.  þeir komu nokkuð víða um landið til að mynda Ísafjörð, Vestmannaeyjar
Fáskrúðsfjörð,  Skagaströnd,  Raufarhöfn,  Neskaupstað og Ólafsfjörð

núna áirð 2023 þá eru einungis tveir togarar eftir af þessum 10 sem komu fyrst til landsins.  Ljósfell SU frá Fáskrúðsfirði

og Múlaberg SI sem er gerður út frá Siglufirði.  

Múlaberg SI kom til landsins og þá hét togarinn Ólafur Bekkur ÓF ,

Fékk nafnið Múlaberg SI fyrir um 30 árum síðan,

Útgerð skipsins hefur verið farsæl þessi 50 ár sem að togarinn hefur verið gerður út, og má til dæmis nefna
að aðalvélin í skipinu er upprunaleg, og því var fagnað fyrir fjórum árum siðan að ´vélin í Múlabergi SI var búinn að vera í gangi í alls 200.000 klst

núna 4 árum síðan er vélinn örugglega kominn í 220.000 klukkustundir,

undanfarin ár þá hefur Múlaberg SI stundað rækjuveiðar

og í síðustu löndun togarans sem var aðeins 824 kíló þá kom upp þónokkur leki í skipinu og var ekki talið borga sig
að gera við skipið, enda skipið orðið 50 ára gamalt og hefur staðið sig ansi vel þessi 50 ár.

útaf þessu þá hefur Ísfélagið sem gerir út skipið ákveðið að leggja Múlabergi SI og áhöfn togarans verður sagt upp.

Reyndar er fyrirtækið með nýjan togara í smíðum og mun sá togari fá nafnið Sigurbjörg ÁR 

það má bæta  við að Múlaberg SI er sá japanstogari sem hefur veitt langmest af rækju, því hinir voru að mestu allir á botnfiskveiðum.
og aðeins tveir af þessum skipum var breytt í frystitogara.  Vestmanney VE og Sólbakur EA sem áður hét Drangey SK.


Múlaberg SI mynd Vigfús Markússon