Endlaust mok hjá Auði Vésteins SU yfir 30 tonn á einum degi,2017
Við höfum séð fréttir hérna á síðunni af mokveiði bæði á Austurlandinu og við suðurnesin. Reyndar er líka mokveiði við snæfellsnes.
Teddi og áhöfn hans á Auði Vésteins SU lentu betur í veislu fyrir austan land, því þeir lönduðu alls um 76 tonnum á þremur dögum. mesta löndun í einu var 23,8 tonn. ( uppúr bátnum komu blautt með ís 30,8 tonn).
enn mokið náði hámarki 14.febrúar því að þá lönduðu þeir á Auði tvisvar.
Teddi sagði að þeir hefðu lagt alla línuna sína 19500 króka eða um 43 bala. og eftir að hafa dregið helminginn af línunni 9750 króka eða 21 bala þá var farið í land og var það þá 17,1 tonn, ( uppúr bátnum komu blautt tæp 22 tonn) þetta gerir um 814 kíló á bala miðað við 17,1 tonn,
AFtur fóru þeir út og drógu restina af línunni og fengu þeir á hina 9750 króka alls 13,4 tonn ( uppúr bátnum blautt 17,1 tonn). á bala þá gerir þetta um 609 kíló á bala,
Alls gerði því þessi risadagur 30,5 tonn og reiknast það sem 709 kíló á bala. það er algjört mok og sagði Teddi að hann hefði ekki áður lent í svona rosalegri veislu.
Núna er Auður Vésteins SU og Gísli Súrsson GK komnir suður til veiða enda hefur veiðin aukist mjög mikið .
( það má geta þess að þessi frétt er skrifuð í rútu staðsettri á Blönduósi)
Auður Vésteins SU í mokinu um daginn.