Engey RE ekki ennþá farinn til veiða,2017
Það er mikil endurnýjun í gangi í íslenska togaraflotanuim núna á landinu. nú þegar eru komnir til landsins 4 togarar sem allir eru smíðaðir í Tyrklandi og allir svo til samskonar.
fyrir norðan land er Björgúlfur EA og Kaldbakur EA komnir og fyrir sunnan eru Akurey AK og Engey RE komnir.
Engey RE var fyrsti togarinn sem kom af þessum fjórum og var mikið um dýrðir þegar að skipið kom fyrst til landsins 25.janúar og var vígt við hátíðilega athöfn í apríl,
Þá sagði Vilhjálmur forstjóri HB granda að skipið myndi líklegast fara á sjó eftir sjómannadaginn.
Engey RE og Akurey AK eru fyrstu ísfiskstogar í heiminum sem eru með lest er hönnuð þannig að hún er mannlaus. unnið er á millidekkinu í að setja fisk í kör sem síðan fer sjálfvirkt í lestina,
Eitthvað hefur þessi lest ollið mönnum hugarangri því að tölvubúnaðurinn sem stjórnar lestinni hefur verið að valdar mönnum hugarangri og þegar þetta er skrifað 17.júlí upp í leifstöð þá liggur Engey RE ennþá við bryggju á Akranesi og ekki séð með hvenær skipið fer eiginlega á veiðar,
Ásbjörn RE sem Engey RE átti að leysa af er hættur veiðum og hætti hann veiðum um miðjan júní,
Engey RE mynd Óskar Franz Óskarsson
og já talandi um það. bókin um Ásbjörn RE fæst ennþá og þið sem hafið ekki keypt hana drífið ykkur í þvi. þið sjáið um að klára lagerinn