Engey RE kominn úr sínum fyrsta prufutúr,2017
Þetta er allt að koma hjá þeim á Engey RE.
Veiðar togarsins Engeyjar RE hafa tafist ansi mikið núna frá því að skipið kom og sem dæmi má nefna að Kaldbakur EA sem kom nokkrum vikum á eftir Engey RE að Kaldbakur EA er búinn að fara sinn fyrsta prufutúr,
Friðleifur Einarsson skipstjóri á Engey RE og áhöfn hans sem var á Ásbirni RE fór í smá prufutúr á Engey RE núna um daginn og kom til hafnar með 27 tonn sem fengust í þremur holum,
að sögn Friðleifs skipstjóra þá var renniblíða og ekki reyndi mikið á sjóhæfni skipsins. skipið togaði vel þessi 3 hol sem þeir voru með. enn um 9 tonn voru í holinu að meðaltali.
Ennþá er verið að vinna úr síðustu hnökrum skipsins enn Friðleifur vonaðist til að fara í fyrstu alvöru veiðiferðina á Engey RE núna 17.ágúst.
Að sögn hans þá er komin smá spenningur í áhöfn skipsins að sjá hvernig það vinnur og virkar í fullfermi enn 635 kör eru um borð og eru það um 180 tonn miðað við slægt .
Svo núna er að bara að sjá hvort að Engey RE muni fara að slást við systurskipin Málmey SK og Helgu María AK á toppnum.
Engey RE mynd Þórarinn Guðni Sveinsson