Enginn netabátur í Vestmannaeyjum?,,2019

Það er af sem áður var, er oft sagt.  


Vestmannaeyjar voru á sínum tíma gríðarlega stór og mikið verstöð.  yfir vetrarvertíðirnar þá var oft á tíðum gríðarlegur fjöldi báta sem réri frá Vestmannaeyjum og var þá aðalveiðarfærið sem bátarnir réru á net,

60 ár aftur í tímann
Sem dæmi að ef við förum 60 ár aftur í tímann,

þá voru alls 113 bátar sem lönduðu afla yfir vetrarvertíðina og alls lönduðu þessir 113 bátar um 42 þúsund tonna afla,

það gerir um 375 tonn á bát.


vertíðin 1979.

 Ef við  hoppum aðeins nær okkur og förum t.d á vertíðina 1979 þá voru um 70 bátar sem lönduðu afla í Vestmannaeyjum yfir vertíðina,

þá var reyndar trollið komið nokkuð mikið inn og t.d í mars 1979

þá voru af þessum 70 bátum 37 bátar á trolli og þar af 33 á netum,


 Nútíminn
Núna er árið 2019 komið og árið 2018 þá voru nú ekki margir netabátar gerðir út frá Vestmannaeyjum,

þeir voru aðeins tveir bátanna.  Sleipnir VE sem er gamli Glófaxi VE og Brynjólfur VE.


 Enginn netabátur frá Vestmannaeyjum
Núna er janúar mánuður svo til að verða búinn og enn er enginn netabátur kominn á veiðar frá Vestmannaeyjum,

eða verður enginn netabátur í Eyjum,

Jú,  því að Vinnslustöðin mun verða með tvö báta á netaveiðum og verður annar þeirra á netum í fyrsta skipti í langan tíma,

Reyndar var Kap II VE aðeins notaður á netum hluta af vertíðinni 2017

Brynjólfur VE mun verða á netum eins og undanfarin ár

og Kap II VE kemur inn í staðinn Fyrir Sleipni VE.

Kap II VE var á grálúðunetum í fyrra sumar og er með ansi stóra lest enn lestin í bátnum var einungis notuð til hálfs, enn núna hefur 

lestin í bátnum verið stækkuð og mun báturinn taka um 200 kör í lestina sem eru um 60 tonn af fiski,

Kap II VE mun byrjar veiðar á undan Brynjólfi VE;

En þetta er mikill munur á 60 árum,

1959 113 ´bátar.... 2019 2 bátar á netum frá Vestmannaeyjum,



Kap II VE mynd Gísli Reynisson