Enginn togari, en Arnarlax í góðum málum árið 2021


á sínum tíma þá var mikil útgerð frá Bíldudal og mjög margir bátar stunduðu rækjuveiðar í Arnarfirðinum.  auk þess var togarinn Sölvi Bjarnarsson BA gerður út þaðan

Síðan hafa tímarnir breyst ansi mikið og svo til öll útgerð horfið frá Bíldudal, enn í staðinn hefur Arnarlax byggt svo til Bíldudal upp aftur og árið 2021 var mjög gott ár hjá þeim eins og sést hérna



Hagstæðir markaðir fyrir laxaafurðir höfðu jákvæð áhrif á rekstur Icelandic Salmon, móðurfélags fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal, 


sem skilaði hluthöfum verulega bættri afkomu á nýliðnu ári og sem nýtt verður til frekari uppbyggingar.

 

Alls námu rekstrartekjur Icelandic Salmon og dótturfélaga þess 90,8 milljónum evra á árinu 2021, sem jafngildir u.þ.b. 12,7 milljörðum króna.


 Þetta er veruleg aukning miðað við árið 2020 þegar tekjur samstæðunnar námu 61,8 milljónum evra. Þá nam rekstrarhagnaður (EBIT) fyrirtækisins 7,3 milljónum evra í fyrra, 


eða rúmum milljarði króna, sem er verulegur viðsnúningur frá tæplega 4,6 milljóna evra tapi ársins á undan. Jafngildir það rekstrarhagnaði upp á 0,63 evrur á hvert kíló fisks.

 

Heildaruppskera Icelandic Salmon nam 11.563 tonnum sem er 2,6% meira en í fyrra en vegna hærra afurðaverðs á helstu mörkuðum þá jókst velta fyrirtækisins sem fyrr segir 


um tæplega 50% á milli ára. Stjórnendur gera ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri og að uppskera yfirstandandi árs verði í kringum 16.000 tonn.

 

„Árið 2021 var það besta í sögu fyrirtækisins á alla helstu mælikvarða og voru mörg stór skref stigin í átt að enn betri árangri í framtíðinni. 


Starfsfólki fjölgaði með ráðningum í ýmis ný hlutverk bæði stjórnenda og sérfræðinga. Þá voru mun minni afföll í framleiðslunni sem er mikið hrós fyrir starfsfólk okkar og


 til marks um þær úrbætur sem gerðar hafa verið í ræktunarferlinu á síðustu árum. Einnig kynntum við nýtt vörumerki, Arnarlax - Sustainable Iceland Salmon,


 sem var mikilvægur áfangi í að kynna áherslu okkar á sjálfbærni og græna framleiðslu“ segir Björn Hembre, forstjóri Icelandic Salmon.

 

Í sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins, sem birtist með ársreikningnum, kemur fram að öll uppskera Icelandic Salmon sé nú ASC vottuð.


 Þá hafi fyrirtækið einnig fengið BRC matvælavottunina á síðasta ári sem sé mikilvægt skref fyrir sölu og markaðssetningu afurða fyrirtækisins í Bretlandi og víðar um heiminn. 


Þá hafi fyrirtækið hlotið jafnlaunavottun og hafið samstarf við Siðferðisgáttina, með tilheyrandi fræðslu til starfsfólks.


Lýsa breyttu landslagi í atvinnumálum á Bíldudal


Þá kemur einnig fram í sjálfbærniskýrslunni að mikill viðsnúningur hafi orðið í atvinnulífi Bíldudals síðustu ár.


 Sveitarfélagið var á árum áður hluti af verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar en hætti í því árið 2016 í kjölfar uppbyggingarinnar í


 eldi og tengdum greinum. Næga atvinnu er nú að fá í byggðarlaginu.







Myndir Arnarlax