Ennþá mikil síldveiði í Noregi,2017
Það var greint frá hérna á Aflafrettir að síldveiði var orðin ansi mikil núna í noregi frá áramótum og fyrstu vikuna þá voru um 42 þúsund tonnum af síld landað i Noregi,
Bátarnir eru ekkir hættir þessum veiðum. núna vikuna 15 janúar til 21 janúar þá hefur samtals verið landað tæpum 19 þúsund tonnum.
mest var landað 21.janúar tæpum 7 þúsund tonnum sem var landað af 30 bátum eða 230 tonn á bát
Reyndar þegar þetta er skrifað núna 22.janúar þá hefur verið landað í Noregi 5207 tonnum af 26 bátum eða 200 tonn á bát.
Eins og fyrri vikuna þá eru bátarnir af öllum stærðum og gerðum.
Österbris er með stærri skipunum á síld og landaði 16.janúar samtals 860 tonnum í einni löndun.
Österbris Mynd Reidar Jensen
Hérna að neðan er mynd sem er tekin af Tojako sem er þarna með 145 tonn af síld í bátnum. á þessari viku hefur hann landað tvisvar fullfermi eða samtals 290 tonnum
Torjako Mynd Oddremi Simonsen