Er flottasti smábátur landsins á Siglufirði?,2018

Á rölti mínu um höfnina þá var einn bátur sem vakti mesta ahygli mína og er þessi bátur bara beint útum herbergisgluggan minn ,


Þetta er Raggi Gísla SI sem að Ragnar Ragnarson gerir út,

Þessi bátur er búinn að vera gerður út frá Siglufirði síðan hann var smíðaður árið 2003.

Ég efast um að það finnst jafn snyrtilegir og tækjum hlaðnir smábátar og Raggi Gísla SI.  rauði liturinn er útum allt á bátnum og miðað við fjölda af allskonar dóti ofan á brúnni og ofan á vélarhúsinu þá er alveg óhætt að segja að báturinn sé ansi vel græjaður,

meira segja hluti af línuspilinu er með rauða litnum.  

Eitt sem ég sá strax að ég myndi vilja fá og það eru lúðrarnir sem eru á bátnum,  væri flott á 69 sæta rútunni sem ég er vanalega á 

Báturinn er ekkert búinn að landa núna í ár enn landaði síðast  í mars 2017 og var þá á rauðmaganetum.  


 






Myndir Gísli Reynisson