Er Íslenskur þorskur við Jan Mayen?,,2018



Í noregi eru mjög margir línubátar sem gera þaðan út og margir stóru línubátanna hausa aflann um borð og heilfrysta svo restina af fiskinum.  eða þá heilfrysta alveg fiskinn,

Einn af þessum stóru línubátum er Loran M-12-G sem er gerður út frá Álasundi.  Þessi bátur er 51,2 metra langur og er smíðaður árið 1999 með 2000 hestafla vél,

Loran er búinn að vera á veiðum síðan í júlí í sumar ´á svæðinu í kringum Jan Mayen og er það svæði í fiskveiðilög

Nýverið þá kom Loran til Álasunds með fullfermi og í raun með nokkuð merkilegan afla,

Skipið var með 300 tonn af þorski og 70 tonn af grálúðu sem var allt frosið og var aflaverðmætið 175 milljónir íslenskra króna.

Er þetta í fyrsta skipti sem að veiðar línubáts við Jan mayen skila arði en hingað til þá hafa veiðar línubáta við Jan Mayen ekki  gengið það vel að það hafi talið að það borgi sig að senda línubáta þangað.  

Þennan  afla fékk báturinn á þónokkru dýpi.  þorskurinn var á 30 til 600 metra dýpi og grálúðan var á 600 til 900 metra dýpi.  

Í Þessari veiðiferð þar sem þessi 300 tonn af þorski voru veidd þá var notaður rannsóknarkvóti sem Loran var með til þess að kortleggja betur svæðið sem þorskur er á við Jan Mayen,

Sýni úr þorskinum voru send til Norsku Hafrannsóknarstofnunnar og þar kom í ljós að hugsanlega er þorskurinn sem þarna er, að hann gæti verið sami þorskstofninn og er við ísland og grænland 

Ef svo er að þorskurinn er að hluta til Íslenskur þá gæti það haft mikil áhrif á það að Norðmenn sækist eftir því að fá að veiða þorsk við íslandsstrendur vegna þess að íslandsþorskurinn er líka við Jan Mayen.


Það má bæta við að Loran þurfti að sigla ansi langa vegalengd því að frá Álasundi og á jan  mayen eru um 600 sjómílur og það tók því bátinn um 3 daga að sigla á miðin og aðra 3 daga til þess að sigla til baka aftur.  


Loran Mynd Ally Flett