Er makríllinn kominn aftur?
Strandveiðitímabilið búið og þá þurfa þeir handfærasjómenn sem ætla sér að halda áfram
veiðum að finna sér kvóta til þess að halda áfram veiðum.
Við Suðvesturlandið og reyndar nokkuð víðar, t.d við Grímsey og við Hornafjörð þar hefur ufsaveiðin í færin verið mjög góð
Flestir bátanna sem eru á ufsaveiðum á færunum róa frá Sandgerði og þar hefur Magni Jóhannsson fyrrum skipstjóri og eigandi af Breka VE
og síðar Breka KE róið.
hann kláraði strandveiðitímabilið sitt , og fór einn ufsaróður núna snemma í ágúst og fékk um 2,6 tonn
en Magni hafði tekið eftir því að hann varð var við makríl á svæðinu frá Sandgerði og meðfram ströndinni
áleiðis til Keflavíkur, svo hann ákvað að prófa að veiða makríl
og náði í tveimur róðrum að landa samtals 7,7 tonnum af makríl og þar af 5 tonn í einni löndun,
Bróðir hans Hjörtur Jóhannsson sem var lengi skipstjóri á Njál RE hefur búið bát sinn Stakastein GK til makrílveiða
og mun hann fara næst þegar gefur á sjóinn og leita og athuga hvort að makríll sé.
Nesfiskur mun vinna makrílinn frá Stakasteini og líka frá Tjúllu GK.
Það má bæta við að Birna BA prófaði líka makrílveiðar og náði í um 2,1 tonn í einni löndun.
Stakasteinn GK mynd Gísli Reynisson