Erling KE og Grímsnes GK. Einn fer stutt, annar langt,2018

Faðir minn Reynir Sveinsson á ansi öfluga myndavél og þessi mynd hérna að  neðan er tekin frá Þekkingarsetrinu í Sandgerði


hún er nokkuð táknræn,.

Hún sýnir 2 báta sem báðir eiga það sameiginlegt að vera stærstu netabátarnir á landinu sem stunda netaveiðar allt árið,

enn það er kanski skrýtna við þetta er að Erling KE er þarna að koma inn til Sandgerðis til löndunar eftir að hafa verið á veiðum skammt frá Sandgerði

enn Grímsnes GK sem var og hefur verið við veiðar útaf Stafnesi siglir alla leið fyrir Garðskagann og til Njarðvíkur,

þetta er um 2 tíma sigling aðra leiðina í staðinn fyrir mun minni tíma í siglinu til Sandgerðis,

í Sandgerði eru núna Maron GK og Þorsteinn ÞH ásamt Halldóri Afa GK sem allir leggja upp hjá sama fiskverkanda og gerir út Grímsnes GK.  

Skipstjórinn á Grímsnesi GK er þrautreyndur netaskipstjóri með yfir 30 ára reynslu af netaveiðum.  Guðjón Bragason eða Gaui Braga eins og  hann er kallaður




Mynd Reynir SVeinsson