Erling KE og Langanes GK saman í haugasjó

Eins og hefur komið fram þá var netaveiði í mars mjög góð.


núna í apríl þá eru dagarnir sem netabátarnir mega veiða ansi fáir því hrygningarstoppið er að koma

í Sandgerði hafa  núna í vetur verið tveir stórir netabátar að róa og hafa báðir fiskað ansi vel í netin í vetur

er þetta Erling KE og Langanes GK.  Reyndar kom  Langanes GK í staðinn fyrir Grímsnes GK sem bilaði snemma í janúar,

Báðir bátarnri voru með í kringum 400 tonn í mars og eru báðir þegar þetta er skrifað á útleið 

í haugabrælu frá Sandgerði.   Allt gengur vel og enginn hætta um borð 

Hérna má sjá stutt myndband sem var tekið um borð í Langanesi GK á útleið

Sigvaldi sagði að báturinn væri mjög góður í svona brælu og góður á hlið ef næg olía er bátnum að aftan. 


Það má geta þess að þessir tveir bátar eru ekki þeir einu sem eru á sjó, nokkrir eru við Vestmannaeyjar, 

en þeir eru reyndar einu netabátarnir.


Skjaskot út myndbandinu


Langanes GK mynd Gísli reynisson 


Erling KE mynd Gísli reynisson