Þerney RE seld úr landi,,2017

Já eins og greint hefur verið frá hérna á siðunni þá er mikið um að vera í íslenska togaraaflotanum.  verið er að smíða ansi marga ísfiskstogara og núna eru 4 komnir til íslands.  Akurey AK,  Engey RE ,  Kaldbakur EA og Björgúlfur EA.  Drangey SK er að leggja af stað heim,


einn frystitogari er kominn Sólberg ÓF.  H B.  Grandi er búinn að semja um smíði á nýjum frystitogara og hafði í kjölfarið ákveðið að leggja allt af 2 togurunum.  Nýja skipið kemur eftir um 2 ár og átti þá að leggja hinum skipunum,

Reyndar í dag  þá kom í ljós að HB Grandi hefur áveðið að selja Þerney RE til Suður Afríku og mun togarinn verða afhentur  í nóvember næstkomandi.   Ekki hafði skipið verið sett formlega á söluskrá enn kauptilboð barst í togaranna uppá 1,4 milljarða króna.  

Þessi sala gerir það að verkum að tvöföld áhöfn togarans mun missa vinnuna alls 54 sjómenn.   Haldinn var fundur í dag með áhöfn Þerneyjar RE þar sem að þeim var tilkynnt um þetta.


Þerney RE mynd Guðmundur St Valdimarsson

Áhöfn Þerneyjar ræða saman.  Mynd Kristinn Magnússon