Eskja selur bolfiskvinnslu sína í Hafnarfirði,2017

 Ákvörðun HB Granda í dag átti svo til alla fjölmiðla landsins. En það var líka önnur frétt sem kanski fór ekki eins hátt.


Eskja ehf á Eskifirði hefur síðan árið 2010 rekið bolfiskvinnslu í Hafnarfirði, en Eskja keypti eignirnar af Útgerðarfélaginu Völusteini sem festi kaup á þrotabú Festi ehf af Landsbankanum stuttu eftir hrun. Eskja keypti einnig línubátinn Hafdísi SU og réð Andrés Pétursson sem skipstjóra.


Í dag 27.mars þá var gengið frá sölu á fiskvinnsluhúsi Eskju í Hafnarfirði og við það þá misstu 20 manns vinnuna í fiskvinnsluhúsi Eskju í Hafnarfirði. Kaupandi af húsinu var Fiskvinnslan Kambur ehf sem á og gerir út smábátanna Kristján HF og Steinunni HF. .

Kambur ehf mun flytja alla sína fiskvinnslu í hið nýja hús.


Að sögn Páls Snorrasonar framkvæmdastjóra fjármála og rekstrarsviðs Eskju í samtali við Aflafrettir þá mun Hafdís SU áfram verða gerð út , en bolfiskskvóti Eskju hvílir allur á Hafdísi SU. 2234 þorskígildistonn. Aflinn af Hafdísi SU mun héðan af allur fara á fiskmarkað.


Páll sagði að mikið atvinnuuppbygging hefði verið í gangi á þeirra vegum á Eskifirði og sem dæmi þá fjölgaði stöðugildum um 22 þegar að nýja uppsjávarvinnsluhúsið var tekið í noktun. Auk þess sem að fjölgun er á lausráðnu starfsfólki þegar að síld, makríll og loðna er unnin í húsinu.


Eskja hefur rekið fiskvinnsluna í Hafnarfirði samhliða því að vera með mjög öfluga uppsjávarvinnslu á Eskifirði. Undanfarna mánuði þá hefur verið mikil uppbygging á Eskifirði og var byggð frá grunni ný og öflug uppsjávarvinnsla. Og að auki þá keypti Eskja nýtt uppsjávarskip sem heitir Aðalsteinn Jónsson SU og gamli Aðalsteinn Jónsson SU er orðin Aðalsteinn Jónsson II SU. Auk þess er gamli Jón Kjartansson SU ennþá gerður út.



Hafdís SU Mynd Guðlaugur B