"Þetta var Rosalegt". 33 tonn á 2 dögum hjá Birni EA,2018
Netaveiðin í febrúar var ansi góð og bátarnir sem voru á netum frá Grímsey fiskuðu ansi vel.
Einn af þeim sem veiddi vel í Grímsey var minnisti netabáturinn sem er gerður út þaðan, Björn EA
Um miðjan febrúar þá lenti Sigurður Henningson skipstjóri á Birni EA í þvílíkri mokveiði.
Aðeins 40 net
Þeir fóru stuttu út með aðeins 4 trossur. samtals 40 net.
Eftir að hafa dregið aðeins 2 trossur þá var báturinn orðin fullur enn hann tekur 10 tonn í kör
Farið var aftur út og hinar 2 trossunar dregnar,
Deginu eftir þá var aftur farið með 4 trossur og þá var sama mokið
dregið 2 trossur, báturinn fullur í land og aftur út til að draga hinar tvær trossurnar,
Fyrri róðurinn var 15,4 tonn og sá seinni var ennþá stærri eða 17,5 tonn,
Þetta gerir 3,9 tonn fyrri róðurinn
og sá seinni var 4,4 tonn sem er svakalegur afli
Alls landaði því Björn EA 33 tonnum á aðeins tveimur dögum. Landanir voru alls 4 eða 8,2 tonn í róðri,
Allur aflinn fór á markað
Rosalegt
Eins og Sigurður sagði sjálfur í viðtali við Aflafrettir
"Þetta var rosalegt"
Myndir Gyða Henningsdóttir