Færabátar í júní árið 1981


Fyrir nokkru síðan þá fór ég með ykkur í ferðalag aftur í júní árið 1981 og var að skoða með ykkur dragnótabátanna það ár

núna árið 2024 þá er strandveiðitímabilið í fullum gangi 

og um 750 bátar á skrá sem eru á handfæraveiðum,

 Júní árið 1981
ætla að fara aftur með ykkur í ferðalag og núna líka í júní árið 1981

skoðum núna handfærabátanna 

árið 1981 þá var enginn kvóti í gangi og þá voru líka færabátarnir margir hverjir

töluvert stærri enn er núna árið 2024

 504 bátar
samtals voru 504 bátar á handfæraveiðum í júní árið 1981

og heildaraflinn hjá þeim var 2843 tonn, eða 5,6 tonn á bát

Reyndar er rétt að hafa í huga að það voru 124 bátar sem veiddu undir 1 tonn á færi og það dregur meðaltali töluvert niður

ef þessi 124 bátar og aflinn hjá þeim er tekinn í burtu þá standa eftir 380 bátar og meðalaflinn þá 7,2 tonn

það voru 87 bátar sem veiddu yfir 10 tonn

Stórir bátar
nokkuð merkilegt er að skoö 20 hæstu bátanna en þar sést að það voru ansi margir stórir bátar á færum 

til dæmis Sigrún GK frá Grindavík sem var um 70 tonna bátur

 Smábáturinn
það þarf að fara niður í sæti 14 og 15 til þess að finna báta sem eru smábátar og í kringum 5 tonn að stærð

hæstur af þeim var Árni Friðriksson NS 300 með 25 tonn í 14 róðrum 

en það var Bergþór KE 5 sem var aflahæsti færabáturinn í júní árið 1981 með 52 tonn í 6 róðrum og mest 14,6 tonn. 

Flestir í Sandgerði og margir á Ísafirði
Hérna að neðan eru 70 hæstu bátarnir og flestir bátanna réru frá Sandgerði sem voru á þessum lista eða 11 bátar.  þar á eftir

kom Patreksfjörður með 8 báta og ÍSafjörður með 6 báta

nokkuð merkilegt er hversu margir bátar voru á færum frá Ísafirði enn þetta voru bátar voru á veturna og haustin á rækjuveiðum 

í Ísafjarðardjúpinu, en yfir sumartímann þá voru þessi bátar á handfærum.


flestir bátanna sem réru frá Sandgerði og Grindavík en í Grindavík voru 2 bátar, voru á ufsaveiðum á færi


Bergþór KE mynd Vigfús Markússon


Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
70 2738 Votanes ÞH 209 11.33 5 2.9 Þórshöfn
69 1104 Dýrfirðingur ÍS 58 11.55 4 4.1 Þingeyri
68 2945 Nesmann NS 97 11.56 13 1.9 Borgarfjörður Eystri
67 2547 Kneifarnes SH 62 11.62 10 2.5 Arnarstapi
66 3082 Öxull EA 131 11.85 10 1.9 Grímsey
65 328 Máni BA 211 12.01 9 1.8 Patreksfjörður
64 2717 Valur ÞH 409 12.01 15 1.2 Húsavik
63 955 Mónes NK 26 12.14 15 2.2 Neskaupstaður
62 364 Fróði bA 81 12.15 7 2.5 Patreksfjörður
61 1117 Vörðufell HF 1 12.18 3 6.5 Hafnarfjörður
60 775 Jón Guðmundsson ÍS 75 12.29 12 1.6 Suðureyri
59 3057 Ösp SI 125 12.35 19 1.1 Siglufjörður
58 1542 Björn Gíslason SU 140 12.37 5 3.6 Sandgerði
57 1511 Sif ÍS 90 12.43 5 4.5 Rif
56 2754 Hafsúlan NS 360 12.57 16 1.2 Borgarfjörður Eystri
55 2859 Hallsteinn EA 46 12.75 15 1.7 Grímsey
54 1180 Björgvin NS 1 12.97 10 1.6 Borgarfjörður Eystri
53 1083 Valur ÍS 89 13.46 5 4.8 Þingeyri
52 1564 Gróa KE 51 13.72 9 3.7 Keflavík
51 663 Hlíf ÞH 80 14.01 5 4.2 Þórshöfn
50 2672 Nonni EA 130 14.57 15 2.3 Grímsey
49 2600 Emma SI 64 14.66 16 2.1 Siglufjörður
48 879 Bergey BA 128 14.85 7 2.9 Patreksfjörður
47 1317 Engilráð IS 60 15.06 4 4.8 Ísafjörður
46 1220 Ragnar GK 233 15.48 4 5.2 Sandgerði
45 1463 Sæunn ÍS 25 15.48 3 4.6 Ísafjörður
44 2537 Mjaldur RE 148 15.93 8 2.7 Rif
43 687 Mummi BA 21 16.20 7 4.3 Patreksfjörður
42 1181 Finnbjörn ÍS 37 16.24 5 5.2 Ísafjörður
41 2856 Kári SH 119 16.41 15 2.2 Rif
40 661 Léttir SH 175 16.45 6 4.1 Rif
39 1315 Eyrún SH 57 16.78 3 6.7 Sandgerði
38 1455 Guðmundur B Þorláksson ÍS 62 16.96 4 6.1 Þingeyri
37 551 Tjaldur ÍS 116 17.09 2 8.3 Ísafjörður
36 1227 Gunnar Guðmundsson RE 19 17.21 7 4.2 Sandgerði
35 1464 Árnesingur áR 75 17.49 5 3.9 Þorlákshöfn
34 3131 Frosti HF 320 17.51 12 1.7 Hafnarfjörður
33 2830 Hafdís EA 97 17.75 17 1.6 Grímsey
32 744 Sigrún GK 380 17.95 4 5.2 Grindavík
31 1159 Hrefna GK 58 18.05 10 2.6 Sandgerði
30 1234 Kristín Björg RE 115 18.13 6 3.6 Sandgerði
29 1220 Smári GK 81 18.17 5 6.5 Þórshöfn
28 1116 Birgir RE 323 18.67 7 4.3 Sandgerði
27 824 Ingólfur GK 125 18.91 4 3.3 Grindavík
26 487 Guðrún Hlín BA 124 19.26 5 5.3 Patreksfjörður
25 306 Hrönn ÓF 58 19.31 7 3.9 Ólafsfjörður
24 941 Örn ÍS 18 19.38 5 4.6 Ísafjörður
23 490 Gullborg VE 38 19.84 2 10.6 Vestmannaeyjar
22 1188 Sæbjörg BA 59 20.23 7 4.1 Patreksfjörður
21 1575 Njáll RE 275 20.66 5 7.3 Sandgerði, 2 og Suðureyri 3
20 1158 Bakkavík ÁR 100 21.31 4 5.8 Vestmannaeyjar
19 869 Gísli Páll ÍS 41 22.25 6 7.1 Þingeyri
18 1386 Hafsæll EA 85 22.31 7 6.5 Þorlákshöfn
17 1151 Skúmur RE 90 22.43 7 5.4 Sandgerði
16 1124 Helga Björg SI 8 23.58 13 2.4 Siglufjörður
15 2618 Guðrún EA 144 24.28 17 1.6 Grímsey
14 2739 Árni Friðrikssosn NS 300 24.91 14 2.2 Bakkafjörður
13 1396 Gunnvör ST 39 25.14 6 7.3 Hólmavík
12 1161 Jóhannes Gunnar GK 74 25.16 8 5.6 Hornafjörður
11 357 Þorsteinn KE 10 26.71 6 8.9 Sandgerði
10 866 Smári BA 232 27.27 6 9.1 Patreksfjörður
9 1445 Fanney ÞH 130 27.56 5 8.7 Húsavik
8 995 Björgvin Már BA 468 27.81 8 5.4 Patreksfjörður
7 1262 Ásgeir Torfason ÍS 96 28.08 8 7.3 Flateyri
6 744 Sigrún GK 380 30.33 2 15.6 Grindavík
5 421 Sigurður Þorkelsson ÍS 200 30.61 4 7.2 Ísafjörður
4 197 Reynir AK 18 33.92 4 8.7 Akranes
3 372 Draupnir ÞH 180 35.51 6 7.8 Þórshöfn
2 273 Andey BA 50 36.13 16 4.6 Þórshöfn
1 503 Bergþór KE 5 52.32 6 14.6 Sandgerði


Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso