Færabátar í júní árið 1983.

Ætla að fara með ykkur í smá ferðalag   aftur í júní árið 1983.


en áður enn ég kíki á þetta þá verð ég að koma einu að.

Aflafrettir.is
þið hafið tekið eftir því að ég hef ekki verið nægilega duglegur í að sinna aflafrettir.is.  
ástæðan er sú að eins og þið vitið þá er ég Alveg einn  ( Gísli Reynisson ) sem sé um síðuna og ég vinn líka sem rútubílstjóri
núna er vertíðin mín og er mikið að gera hjá mér í akstri.  ég tek alltaf tölvuna með mér í ferðir og reyni eins og ég get að sinna síðunni.

ég ætla að vona að þið kæru lesendur mínir sýni mér þolinmæði og haldið áfram að fara á Aflafrettir.is þó ég sé ekki eins duglegur í að sinna síðunni.

Júni árið 1983
núna í júní árið 2023 þá eru mjög margir bátar á handfærum, strandveiðum.  bátarnir í heildina eru hátt í 800 sem eru á færaveiðum í júní árið 2023.

í júní árið 1983 þá voru bátarnir mun færri.

þeir voru samtals 408 bátar sem lönduðu samtals 4345 tonn  eða 10,6 tonn á bát.

Af þessum 408 bátum þá voru alls 41 bátur sem yfir 10 tonna afla náðu.

og nokkuð merkilegt er að skoða þennan lista

 Svanur á Birgi RE
Það kemur kanski ekki á óvart að Svanur á Birgir RE sé aflahæstur, en hann var mikið á ufsanum og þar á eftir kom bátur sem hét Gulltindur GK 130.

Báturinn í þriðja sæti vekur nokkra athygli, en það er bátuirnn FArsæll GK sem hvað þekktastur er fyrir að vera dragnótabátur og heitir
árið 2023, Finnbjörn ÍS. enn Finnbjörn ÍS er reyndar líka á þessum lista fyrir júní árið 1983, þá bátalónsbátur

Halldóra Jónsdóttir ÍS er stærsti báturinn um 70 tonna eikarbátur.

Báturinn í 7 sætinu vakti mesta athygli mína.  þetta var opin bátur sem hét Egill NS 30 , sem var með 20,3 tonn í 19 róðrum frá Bakkafirði
 
Skipaskrárnúmer og númer
Rétt er að taka það fram að þarna var þetta þannig að bátar sem voru opnir bátar höfðu ekki Skipaskrárnúmer.
heldur bara númer, og það skýrir af hverju t.d Egill NS er með 3021 og Sigurbjörg Helgadóttir ÍS er með 2933.
þessi bátar fengu skipaskrárnúmer árið 1984.

 Sandgerði
Það kemur kanski ekki á óvart en flestir bátanna sem voru á færum og náðu yfir 10 tonna afla í Júní árið 1983.
voru frá Sandgerði, því 8 bátar voru þaðan,  þar á eftir kom Grindavík með 5 báta og Ólafsvík með 3 báta


Egill NS Mynd Víðir Már Hermannsson
Sæti Númer báts Nafn afli Róðrar mest höfn
1 1116 Birgir RE 323 33.504 12 4.9 Sandgerði
2 1230 Gulltindur GK 130 25.839 9 4.8 sandgerði
3 1636 Farsæll GK 162 22.726 12 3.9 Grindavík
4 1463 Sæunn ÍS 25 22.092 6 7.2 Ísafjörður
5 1377 Gullfari HF 90 21.022 10 3.6 Grindavík
6 372 Draupnir ÞH 180 20.852 8 5.2 Þórshöfn
7 3021 Egill NS 30 20.255 19 1.9 Bakkafjörður
8 1336 Guðrún ÍS 229 16.88 6 4.8 Suðureyri
9 2933 Sigurbjörg Helgadóttir ÍS 411 16.137 17 2.1 Flateyri
10 1587 Már NS 87 14.672 4 6.5 sandgerði
11 1151 Skúmur RE 90 14.659 6 5.2 sandgerði
12 335 Þórarinn GK 35 13.791 9 2.3 Grindavík
13 1181 Finnbjörn ÍS 37 13.552 5 3.8 Ísafjörður
14 842 Særún KE 248 13.498 6 3.2 Tálknafjörður
15 1535 Ármann SH 223 13.382 9 2.7 Ólafsvík
16 1331 Margrét SI 48 13.025 5 5.3 Siglufjörður
17 3123 Auður RE 127 12.893 16 1.1 Arnarstapi
18 1240 Hafrún ÍS 154 12.755 5 4.8 Súðavík
19 463 Völusteinn ÍS 218 12.562 6 2.9 Bolungarvík
20 1152 Særós KE 207 12.494 6 4.3 Þorlákshöfn
21 1161 Jóhannes Gunnar GK 74 12.283 6 4.2 Hornafjörður
22 3257 Jónína ÍS 593 12.178 15 1.8 Flateyri
23 3086 Hafdís SH 94 12.105 15 1.8 Rif
24 2621 Siggi EA 150 11.703 12 1.8 Grímsey
25 423 Bliki GK 65 11.496 10 1.9 Sandgerði
26 1190 Máni BA 14 11.411 7 3.2 Vestmannaeyjar
27 304 Auðbjörg NS 200 11.369 8 1.8 Bakkafjörður
28 1092 Hrólfur AK 29 11.253 6 2.9 Akranes
29 2899 Draupnir SH 40 11.168 15 1.2 Ólafsvík
30 890 Lilli Lár GK 11.136 8 2.1 Sandgerði
31 2548 Straumur SH 26 11.071 10 1.9 Ólafsvík
32 687 Mummi BA 21 10.864 7 3.9 Patreksfjörður
33 1197 Hrefna GK 58 10.791 2 6.4 Sandgerði
34 3266 Félaginn EA 20 10.776 16 1.1 Grímsey
35 524 Hafliði ÁR 222 10.693 5 2.8 Grindavík
36 939 Halldóra Jónsdóttir ÍS 99 10.617 2 5.7 Bolungarvík
37 3321 Byr VE 1 10.353 12 2.4 vestmannaeyjar
38 869 Gísli Páll ÍS 41 10.189 6 2.9 Þingeyri
39 712 Kristján KE 21 10.158 6 3.2 Sandgerði
40 1225 Aron RE 105 10.146 5 3.9 Grindavík
41 1064 Tálkni BA 240 10.134 7 2.3 Patreksfjörður