Færabátunum fjölgar. Brynjar KE settur á flot,2018
Jæja mars mánuður kominn af stað og þá fer handfærabátunum að fjölga. þeir eru nú þegar byrjaðir og aðeins að fjölga. sérstaklega í Sandgerði
Einn af þeim sem mun síðan koma þangað er Brynjar KE sem verið var að hífa á flot í Njarðvík þegar ég átti leið þarna um
Þessi bátur er smíðaður árið 2015 og mælist 8,1 BT
Árið 2017 þá fiskaði báturinn 52 tonn í 34 róðrum
Myndir Gísli Reynisson