Færeyskir bátar í íslensku lögsögunni, komnir með 2200 tn afla.

Milli Íslands og Færeyja hefur í gegnum árin alltaf verið gott samkomulag varðandi fiskveiðar, og sögu útgerðarmann um að róa á íslandsmiðum á sér mjög langa sögu.

t.d var það lengi vel að færeyskir sjómenn komu á Norðausturhorn landsins í maí mánuði og réru þaðan fram í september eða október,

besta dæmið um þetta er Bakkafjörður enn þaðan komu færeyskir sjómenn með báta sína og réru frá Bakkafirði, sá sem oftast kom,  kom í um 40 skipti til Bakkafjarðar.

núna síðustu ár þá hafa bátar frá Færeyjum og þá helst línubátar mátt veiða í  íslenski landhelgi og skipstjórar þaðan eru orðnir farnir að kunna ansi vel á íslensk fiskimið.  

Reyndar er samkomulagið þannig að uppsjávarskipin íslensku mega veiða í færeyskri landhelgi, og eru þá helst að veiða þar kolmuna og makrílþ

2022
Stórum íslenskum línubátum hefur fækkað mjög mikið og eru þeir aðeins um 9 núna.

og það er nokkuð merkilegt að línubátarnir sem eru að róa frá Færeyjum á íslandsmið eru líka 9,

Kvótinn
kvóti þeirra á íslandi er alls 5358 tonn og af því er þorskur 2319 tonn og keila 377 tonn,

alls eru 12 bátar með kvóta í íslenskri landhelgi

en aðeins 9 af þeim stunda veiðar. 

búið er að færa kvóta af nokkrum bátum. t.d voru 416 tonn færð frá Kvikk og yfir á Polarstjörnan

og 318 tonn voru færð frá Núpi og yfir á Jákup B.

Sá sem er aflahæstur núna er Jákup B með 505 tonna afla og af því er þorskur 181 tonn.  næstur er Eivind með 495 tonn og því er þorskur 252 tonn,

Klakkur er með 434 tonn og af því er þorskur 205 tonn.

Þess má geta að Jakup B hét áður Klakkur, enn núverandi Klakkur  var áður Geir II frá Noregi og er nýkeyptur til Færeyja og dregur Klakkur línuna í gegnum brunn en ekki í gegnum síðuna eins og er vanalega gert.

Einn bátur hefur ekki hafið veiðar enn er þó með ansi stóra kvóta og er það Skörin sem er með 482 tonna kvóta og því er þorskur 226 tonn.

Miðað við kvótatilfærslu þá er Klakkur með mestan kvóta eða um 895 tonn og þar á eftir Jákup B með 859 tonna kvóta,

Hérna að neðan má sjá töflu yfir bátanna, kvótann og stöðu þeirra

Alls hafa færeysku bátarnir veitt samtals 2211 tonn og eiga því töluvert eftir af kvóta sínum eða um 3259 tonn




Nafn Kvóti Þorskur Afli Eftir Samtals afli og kvóti
Eivind 650.9 313.0 494.7 156.1 650.9
Jakup B 540.9 206.0 505.3 353.6 858.9
Jógvan I 483.3 225.0 91.4 391.9 483.3
Kambur 403.3 178.0 150.7 252.6 403.3
Klakkur 761.0 309.0 434.5 460.4 894.9
Kvikk 417.7 192.0
1.7 1.7
Núpur 319.7 85.0
1.7 1.7
Polarstjörnan 0.5 0.0 111.0 305.5 416.5
Sandshavid 464.2 189.0 44.6 419.6 464.2
Skörin 482.3 226.0
482.3 482.3
Stapin 615.0 287.0 299.7 315.3 615.0
Vesturhavid 219.9 109.0 100.8 119.1 219.8

Jakup B Mynd Heimir Hoffritz