Fálkinn NS á línu frá Djúpavogi, 1983
Í þessum pistlum mínum sem eru í flokknum Gamlar Aflatölur þá hef ég fjallað um ansi marga báta og togara, og flest það sem hefur verið skrifað er iðulega um báta eða togara sem hafa mokveitt.
núna slökum við aðeins á og kíkjum á einn bát sem var ekkert að mokveiða , þessi bátur hét Fálkinn NS 325 og gerði út frá Djúpavogi í mars árið 1983. þess má geta að í dag þá er þessi bátur í eigu Köfunarþjónustu Sigurðar og heitir Von GK.
Fálkinn NS 325 lagði upp hjá Búlandstindi á Djúpavogi.
Hérna að neðan má sjá róðranna og aflann,
Eins og sést þá er þetta enginn mokafli, mest tæp 3 tonn í róðri. og aflinn um 14 tonn.
Dagur | Afli |
5 | 2,815 |
7 | 2,02 |
9 | 2,56 |
11 | 1,47 |
13 | 1,93 |
14 | 1,5 |
18 | 1,07 |
Kanski ein pæling með þessu er sú, hvort þið viljið lesendur góðir sjá svona hitt og þetta, eða bara báta og togara sem eru voru í mokveiði.??
Fálkinn NS Mynd Snorri Snorrason
Vonin KE mynd Ljósmyndari ókunnur