Fáranlegir yfirburðir hjá Dögg SU,,2016


Það er nú þannig á þessari flottu síðu aflafrettir.is sem fylgist með öllum bátum óháð stærð að það kemur oft fyrir að maður fjalli og skrifi um sömu báta eða skip.

Vigfús Vigfússon eða Fúsi eins og hann er kallaður er skipstjóri og eigandi af Dögg SU sem við könnum öll við.  þessi bátur hans er ekki nema um 15 bt að stærð, enn hann hefur komið oft og títt hérna í fréttir á síðunni sem meira segja hafa ratað í aðra vefmiðla.  

Dögg SU á t.d íslandsmetið í stærsta einstaka róðri báts sem er minni enn 15 BT enn honum tókst að troða tæpum 23 tonnum í bátinn.

Rosalegir yfirburðir
Núna í nóvember þá hefur Fúsi ásamt áhöfn sinni á Dögg SU gjörsamlega fiskað alla aðra báta sem eru undir 15 BT að stærð í kaf.  og þegar þetta er skrifað er báturinn komin í 176 tonn í aðeins 14 róðrum eða 12,5 tonn í róðri.  

til að sjá samanburðin þá er næsti 15 tonna bátur Daðey GK 92 tonnum á eftir Dögg SU og með meðalafla uppá 7 tonn í róðri.

Aflinn hjá Dögg SU núna í nóvember er má segja algjört rugl miðað við aðra 15 tonna báta og helst væri að bera Dögg SU saman við bátanna sem eru um 30 tonn að stærð enn þá myndi Dögg SU sitja í 4 sætinu.  á eftir Patreki BA, Vigur SF og Indriða Kristins BA.

Það má geta þess að stærsti róðurinn hjá Dögg SU er um 16 tonn var þá lestin kjaftfull og í blóðgunarkari líka.  

já heldur betur ótrúlegt hvað þessi 15 tonna bátur nær að fiska aðra gjörsamlega í kaf.    

Fúsi þarftu ekki að fara að fá þér stærri bát???


Dögg SU mynd GuðlaugurB