Farsæll ferill Sigurbjargar ÓF lokið,2016

Þormóður Rammi á Siglufirði er að láta smíða fyrir sig nýjan og glæsilegan frystitogara sem mun koma til landsins á næsta ári.  mun hann kom í staðin fyrir núverandi frystitogara fyrirtækisins.  Mánabergs ÓF og Sigurbjargar ÓF.  


Sigurbjörg ÓF var einmitt í dag vegna verkfallsins að hætta veiðum og er því á heimleið í sínum síðasta túr fyrir eigendur sína.

Sigurbjörg ÓF var smíðaður á Akureyri og var afhentur seint á árinu 1979.  Fyrst þá var Sigurbjörg ÓF ísfiskstogari og eru ansi miklar og stórar aflatölur um skipið.

1985 þá var Sigurbjörgu ÓF breytt í frystitogara en það má segja að eigendur af togaranum hafi verið neiddir til þess að breyta skipinu í frystitogara. 
Árið 1985 þá var fyrirtækið Magnús Gamalíelsson á Ólafsfirði sem átti Sigurbjörgu ÓF komið í nokkuð erfiða skuldastöðu og fékk þá fyrirtækið lán til þess að greiða upp eldri skuldir gegn því að breyta skipinu í frystitogara.   

Sigurbjörg ÓF er kanski ekki stærsti frystitogari landsins enn hann hefur verið mjög fengsæll öll þessu ár sem að hann hefur verið við veiðar hérna við ísland.  Fyrsti skipstjóri á Sigurbjörgu ÓF var Ólafur Jóakimsson og þá var lika þar um borð Vilhjálmur Sigurðsson. 
Vilhjálmur er núna skipstjórinn á Sigurbjörgu ÓF ásamt Friðþjófi Jónssyni .  Vilhjálmur er búinn að vera á Sigurbjörgu ÓF semsé öll árin sem skipið hefur verið við veiðar.  

Eins og sést á myndum sem teknar voru um borð þá hélt kokkurinn heljarinnar veislu fyrir áhöfnina á togarnum í þessum síðasta túr skipsins.  og Vilhjálmur tók svo mynd af síðasta halinu sem um borð kom í togarann.

Smá aflatölur um skipið.

Fyrsta löndun skipsins var 30 maí árið 1979 og var hún ekki stór 98 tonn,

Risamánuður í júlí árið 1979.
enn júlí mánuður árið 1979 var ansi stór og mikill
þá landaði Sigurbjörg ÓF 870 tonn í aðeins þremur löndunum eða 290 tonn í löndun,
og þá kom togarinn með tvær landanir sem voru yfir 300 tonnin og af því þá var stærri löndunin 328 tonn.



Sigurbjörg ÓF mynd Guðlaugur B


Nammi nammi namm


Borðsalurinn vel skreyttur


Síðasta halið um borð í Sigurbjörginni ÓF mynd Vilhjálmur Sigurðsson