Faxaberg HF og Íslandsbersi HF í mokveiði mars.1996.


Ég hef endalaust gaman af því að grúska í aflatölum og sérstaklega þegar ég finn eitthvað merkilegt

og þá hef ég farið með ykkur í ferðalag aftur í tímann,

vertíðin 1996, og þá sérstaklega í mars, var metmánuður, því að netabátar sem réru frá Keflavík, Sandgerði, Grindavik og Þorlákshöfn, voru í mokveiði

og kanski það sem vekur mesta athygli með þá mokveiði var sú að bátar sem voru undir 100 tonnum af stærð voru að koma drekkhlaðnir í land

liggur við dag eftir dag.  ég mun á næstu dögum birta tölur um nokkra báta sem mokveiddu í mars 1996. 

en hérna mun ég birta tölur um tvo af minnstu bátunum sem mokveiddu,  það voru 2099, Íslandsbersi HF sem heitir Birna BA árið 2023
og er um 19 tonna bátur og hinn er stálbáturinn Faxaberg HF 104, sem var um 19 tonna bátur, og hét sá bátur síðast Sigrún AK.

Báðir þessir bátar áttu virkilega stóran marsmánuð og voru minnstu bátarnir sem náðu að veiða yfir 145 tonn í net í mars 1996.

Byrjun á Faxabergi HF 

Hann byrjaði í Sandgerði og fyrstu tveir róðrarnir má segja að hafi gefið tóninn fyrir mars, því í þeim tveim róðrum landaði báturinn alls 26 tonnum í aðeins 2 róðrum 
og annar túrinn var tæp 17 tonn sem er alveg drekkhlaðinn báturinn.
frá og með 21 mars þá réri báturinn á hverjum einasta degi og landaði þá í Grindavík og færði sig síðan til Þorlákshafnar og 
samtals þá landaði Faxaberg HF 67 tonnum í 11 róðrum en róið var alla daganna.

Heildaraflinn alls 146,5 tonn í 24 róðrum sem gerir 6,1 tonn í róðri að meðaltali.

Hérna að neðan sést aflinn hjá Faxabergi HF í mars 1996.


Faxaberg HF
Dagur Afli Höfn
2 9.31 Sandgerði
3 16.90 Sandgerði
4 7.78 Hafnarfjörður
5 5.15 Hafnarfjörður
6 5.89 Hafnarfjörður
8 3.96 Hafnarfjörður
13 3.78 Hafnarfjörður
14 1.43 Hafnarfjörður
15 1.65 Sandgerði
16 4.87 Sandgerði
17 6.09 Grindavík
18 5.44 Grindavík
19 7.22 Grindavík
21 3.24 Grindavík
22 12.06 Grindavík
23 3.42 Grindavík
24 2.66 Þorlákshöfn
25 10.70 Þorlákshöfn
26 8.21 Þorlákshöfn
27 5.42 Þorlákshöfn
28 3.05 Þorlákshöfn
29 5.82 Þorlákshöfn
30 6.32 Þorlákshöfn
31 6.19 Þorlákshöfn

Faxaberg HF mynd Hafþór Hreiðarsson


Hinn litli báturinn sem líka mokveiddi í mars 1996 var Íslandsbersi HF 13 og sá bátur kom nú heldur betur með fullfermi í land

Hann byrjaði Sandgerði, Var reyndar búinn að vera í Sandgerði  í Febrúar og Faxaberg HF var lika búinn að vera í Sandgerði í Febrúar.

færði sig síðan yfir til Hafnarfjarðar og fyrstu tveir róðrarnir þar voru alls 34,8 tonn og mest 17,7 tonn í róðri sem er nú fullfermi og vel það.

frá og með 13 mars þá réri báturinn alla daga til 31 mars , fyrst eina löndun í Sandgerði en síðan allt í Þorlákshöfn.

og þar náði báturinn að koma með 25 tonn í land í einni löndun, og hann náði því tvisvar.  

semsé 50 tonn í 2 róðrum.  get nú rétt ímyndað mér það að báturinn hafi verið alveg á kafi með þann afla í bátnum

Hérna að neðan sést aflinn hjá Íslandsbersa HF í mars 1996.  samtals var aflinn 188 tonn í 25 róðrum eða 7,5 tonn í róðri, og var 

báturinn í sæti númer 35 yfir aflahæstu netabátanna í mars 1996.





Íslandsbersi HF
Dagur Afli Höfn
1 1.89 Sandgerði
2 17.17 Hafnarfjörður
3 17.67 Hafnarfjörður
4 9.99 Hafnarfjörður
5 4.08 Hafnarfjörður
6 0,77 Hafnarfjörður
13 2.59 Hafnarfjörður
14 0,93 Hafnarfjörður
15 0,61 Hafnarfjörður
16 5.24 Hafnarfjörður
17 6.21 Sandgerði
18 25.05 Þorlákshöfn
19 25.22 Þorlákshöfn
20 5.99 Þorlákshöfn
21 6.88 Þorlákshöfn
22 4.97 Þorlákshöfn
23 5.47 Þorlákshöfn
24 6.27 Þorlákshöfn
25 7.78 Þorlákshöfn
26 9.34 Þorlákshöfn
27 8.67 Þorlákshöfn
28 3.53 Þorlákshöfn
29 3.57 Þorlákshöfn
30 5.69 Þorlákshöfn
31 2.36 Þorlákshöfn


Birna GK áður Íslandsbersi HF  mynd Gísli Reynisson