Faxaflóaveiðum lokið, 2725 tonna afli, met eða ekki met?
Þá er veiðum lokið í Faxaflóanum á dragnót eða bugtarveiðar eins og þær eru kallaðar.
Tímabilið sem má veiða á dragnót í faxaflóanum er frá 1.september til 20.desember.
og fram til 2020 þá voru reglurnar þannig að fram til ársins 2020 þá mátti vera 15% af aflanum vera þorskur og ýsa
samkvæmt reglugerð frá 2006 um veiðar í FAxaflóanum þá ef þorsk og ýsu afli fór yfir 15 % af heildarafla þá mátti leggja gjald
á viðkomandi útgerð vegna þorsk og ýsu sem var umfram 15% og var þá það skilgreint sem ólögmæts sjávarafla.
árið 2020 þá var þessu breytt og þessi 15% tala felld niður
Veiðin 2024
veiðin var mjög góð núna í haust hjá þeim bátum sem voru við þær veiðar, en þeir voru aðeins fjórir bátar sem voru við
veiðar allan þennan tíma og voru þrír af þessum bátum, bátar sem eiga sér nokkuð langa sögu í dragnótaveiðum í FAxaflóanum.
Reyndar þá kom Ásdís ÍS til veiða, en báturinn réri einungis í september, en báturinn sá sér þó langa sögu í veiðum í Faxaflóanum
því báturinn hét Örn KE ( og seinna Örn GK) í 18 ár.
2725 tonna heildarafli
Heildaraflinn hjá bátunum var alls 2725 tonn, og allir bátanna náðu fullfermis róðrum og vel það
Stapafell SH sem er nýr bátur við veiðar í flóanum, en Pétur sem gerir út Bárð SH keypti bátinn frá Grímsey og hét þá báturinn þar Þorleifur EA.
Ástæða þess að báturinn var keyptur er sú að báturinn er styttri enn 24 metrar, en það eru lengdartakmörk á þeim bátum sem mega veiða í flóanum,
talan var fyrst 22 metrar en var breytt í 24 metra.
Bárður SH sem Pétur gerir út er 27 metra langur og því ekki löglegur til að veiða í Flóanum.
Stapafell SH aflahæstur
Elli Bjössi Halldórsson var skipstjóri á Stapafelli SH, en báturinn er kvótalaus, en lagði upp þorskafla inn að mestu hjá Fiskkaup í Reykjavík, Samherja á Dalvík og GPG á Húsavík.
og fékk þá kvóta frá t.d Kristrúnu RE og Jökli ÞH, ásamt Millifærslum frá Bárði SH.
Aflinn hjá Stapafelli SH var 858.8 tonn í 64 róðrum eða 13,4 tonn í róðri.
Elli var með nokkuð öðruvísi róðramynstur enn hinir bátarnir, því hann fór oft út um kl 17 til 18 um kvöldið og var við veiðar
um nóttina og kom þá til hafnar um morgun deginum eftir.
Aðalbjörg RE
Aðalbjörg RE sem er sá bátur sem á sér lengstu söguna í veiðum í Faxaflóanum, en báturinn hefur verið við veiðar þar síðan báturinn var smíðaður, eða í 37 ár.
Hann lagði upp stóran hluta af sínum afla hjá Fiskkaup í Reykjavík
Nesfisksbátarnir Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK voru samtals með 1167 tonn og Siggi Bjarna GK átti stærstu löndunina 34,7 tonn,
Hérna að neðan má sjá lokatölur fyrir veiðar úr Faxaflóanum
Sæti | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Höfn |
1 | Stapafell SH 26 | 858.8 | 64 | 34 | Reykjavík, Keflavík |
2 | Siggi Bjarna GK 5 | 652.7 | 51 | 34.7 | Sandgerði |
3 | Benni Sæm GK 26 | 514.7 | 49 | 25.8 | Sandgerði |
4 | Aðalbjörg RE 5 | 485.2 | 48 | 26.6 | Reykjavík |
5 | Ásdís ÍS | 213.5 | 18 | 26.1 | Keflavík |
Er þetta metafli?
En er þetta mesti afli sem að dragnótabátar hafa fengið eftir veiðar í Faxaflóanum?.
í raun er ekki hægt að svara því já eða nei, því að erfitt er að bera saman veiðar núna árið 2024, og fyrir 2020 þegar að það var hámark
á það hversu mikinn þorsk afla bátarnir máttu vera með
Samanburður aftur fyrir 2020
Svo til að fá kanski samanburð milli ára miðað við hvernig þetta var fyrir 2020, þá er ég búinn að reikna hérna saman, allan fisk sem bátarnir veiddu og bæta síðan við 15%
af þorski, og þá lítur talan allt öðruvísi út
en þrír efstu bátarnir á þessum lista að neðan voru allir með 100 tonn af Sandkola og Skarkola og Siggi Bjarna GK var með 121 tonn af skarkola
Nafn | Afli |
Siggi Bjarna GK 5 | 232.8 |
Benni Sæm GK 26 | 176.1 |
Aðalbjörg RE 5 | 129.1 |
Ásdís ÍS | 96.7 |
Stapafell SH 26 | 33.4 |
Núna eftir áramótin þá munu þessir bátar fara á veiðar að mestu út frá Sandgerði nema Ásdís ÍS sem er í Bolungarvík.
Stapafell SH mynd Elli Bjössi Halldórsson
Siggi Bjarna GK mynd Gísli Reynisson
'
Aðalbjörg RE mynd Gísli Reynisson