Fay M-27-AV, Nýlegur línubátur í Noregi,2019
Norðmenn hafa verið duglegir í að láta smíða nýja báta fyrir sig undanfarin ár
og margir af þessum bátum eru sérsniðnir til þess að komast inn í regluverk þarna í Noregi,
t.d bátar ekki lengri enn 11 metra, 15 metra eða þá 21 meter.
útgerðarfélagið AS Kenfish II í Kristiansund í Noregi
lét smíða nýjan bát fyrir sig árið 2018 og fékk hann nafnið Fay M-27-AV.
þessi bátur er 20,99 metra langur og mjög breiður eða 10 metra breiður.
hann er með 999 hestafla aðalvél af Yanmar tegund og er útbúinn til þess að veiða með net og línu,
ansi stór beitningavélastamstæða er í bátnum því beitningavélin er gerð fyrir 60 þúsund króka.
Báturinn er hannaðir þannig að það er pláss fyrir 10 manns um borð og eru 4 klefar tveggja manna og tveir einstaklingsklefar
allir klefar hafa sér sturtu og klósett.
Núna í ár þá hefur báturinn veitt alls um 770 tonn af ýsu, ufsa og þorsk, og mest af þessu er þorskur eða 550 tonn,
núna síðastu 4 róðra í desember þá hefur báturinn fiskað nokkuð vel eða 78,6 tonn og mest 28,7 tonn í róðri,
reyndar er báturinn á sjó núna þegar þetta er skrifað núna 28.desember
Fay Mynd Stadyard
Fay Mynd Leif M Andersen