Feikilega góður mánuður hjá Hrafn GK. ,2019
veiðar stóru línubátanna núna í febrúar hafa verið ansi góðar,
minnist hefur verið á stóru landanir hjá Sighvati GK, og svo hafa bæði Jóhanna Gísladóttir GK og Sturla GK komið með hátt í 140 tonn landanir hvor bátur,
en einn bátur vekur nokkra athygli og hann er frekar sjaldséður á topp 2,
en það er Hrafn GK.
Hrafn GK er búinn að eiga feikilega góðan febrúar mánuð
og svo góðan að þegar þessi orð eru skrifuð þá er Hrafn GK aflahæsti línubátur landsins,
með 427,9 tonn í 5 löndunum og mest 115 tonn í einni löndun,
Reyndar er munurinn á Hrafni GK og bátnum sem er í öðru sætinu,
merkilega lítill. Páll Jónsson GK er með 427,8 tonn,
og munurinn er ekki nema 106 kíló. Páll Jónsson GK er með sinn afla í 4 löndunum.
Engu að síður er þessi febrúar mánuður hjá Hrafni GK orðin feikilega góður, og frekar sjaldséð að sjá Hrafn GK sé á toppnum eins og er núna
Hrafn GK mynd Vigfús Markússon