Felucca SO-108. einn af stærstu bátum Írlands..2017


Eins og sést á smá klausu um Björg EA 7 sem var á siglinu við Skotland þá voru þar nokkrir bátar þar líka, og einn af þeim sem var ekki langt frá þeim var Írski  báturinn Felucca SO-108.

kíkjum aðeins á hann,

Þessi bátur er smíðaður árið 1995 og er 58 metra langur og 10 metra breiður.  Báturin mælist 1100 tonn.
Báturinn hefur heitið þessu nafni síðan árið 2004..
Um borð í Felucca er 2800 hestafla vél.

og þótt  Felucca sé kanski ekki eins risastór og íslensku bátarnir þá er nú samt sem áður þessi bátur í sæti númer 11 yfir stærst bátanna sem gerðir eru út frá Írlandi.

Felucca hefur verið núna við veiðar í Norðursjó.

Heimahöfn skipsins er í Sligo sem er á norðanverðu írlandi.  Sligo er ekki stór bær.  þar búa um 20 þúsund manns,

og athygli vekur að landsnúmerð þar er ekki langt frá okkar.  því að til að hringja erlendis til Íslands þarf að setja +354 fyrst enn til þess að hringja í Sligo þarf að setja +353.

Sama hvað reynt var að finna þá fundust ekki neinar aflatölur um þennan Írska bát.

Svo bara þetta klassíska á ensku síðunni aflafrettir.com.  eitt klikk á dag klikkar ekki


Felucca Mynd Anne Branson


Felucca Mynd John Cunningham