Finnbjörn ÍS seldur. ,2019

Dragnótabátum á Suðurnesjunum hefur fækkað mikið undanfarin ár.  segja má að allir dragnótabátarnir hafa verið seldir þaðan nema Nesfisksbátarnir,


Einn af þeim þeim bátum sem var seldur á sínum tíma var Farsæll GK sem fór til Bolungarvíkur og fékk þar nafnið Finnbjörn ÍS.  þetta var árið 2015.

Síðan báturinn kom til Bolungarvíkur þá hefur Elli Bjössi sem átti Finnbjörn ÍS ásamt föður sínum breytt bátnum nokkuð mikið og t.d endurbyggt skutinn á bátnum, breikkað 
og gert hann betur útbúinn á dragnótaveiðar,

Báturinn er búinn að vera gerður út frá Bolungarvík síðan hann kom vestur og er fallega gulur á litinn.  Enginn kvóti er á bátnum og hefur allir kvóti verið leigðurá bátinn,

Núna hefur báturinn verið seldur.  en reyndar ekki langt,

því að báturinn verður áfram í Bolungarvík því að útgerðarfélagið Siglunes ehf sem gerir út bátinn Otur II ÍS í krókamarkskerfinu hefur keypt Finnbjörn ÍS,

Elli Bjössi mun verða áfram skipstjóri á Finnbirni ÍS og báturinn mun halda sínu nafni áfram

planið hjá Matthíasi sem á og gerir út Otur II ÍS er að efla sig í stóra kerfinu meðal annars með því að kaupa Finnbjörn ÍS og kaupa kvóta á bátinn hægt og rólega.




Finnbjörn ÍS mynd Vikari.is