Finnur Fríði og Víkingur AK.,2019



Nú er orðið ljós að Finnur Fríði frá Færeyjum var aflahæsta uppsjávarskipið hérna á Norður Atlantshafinu, í það minnsta miðað  við aflatölur frá ÍSlandi,  Færeyjum og Noregi,

Hérna að neðan má sjá muninn á milli skipanna tveggja. 


Finnur Fríði Víkingur AK
Lengd 76,43 81,19
Breidd 15 17
Vél 10877 HK 6120 hk
BT 2779 3671

Næstur á eftir honum kom síðan Víkingur AK og saman fóru bæði þessi skip yfir 60 þúsund tonn afla árið 2018.

Finnur Fríði var með tæp 62 þúsund tonn og Víkingur AK var með rúm 60 þúsund tonn.  

Ef aflinn er skoðaður nánar þá er hann svona

 Loðna
Víkingur AK var með 15597 tonn af loðnu en Finnur Fríði var með 3395 tonn af loðnu,  Þarna er Víkingur AK með vinninginn,

 Síld
 Víkingur AK var með rúm 8 þúsund tonn af síld, en Finnur Fríði var með um 14 þúsund tonn af síld,  Finnur Fríði þarna með vinninginn

 Makríll
 Víkingur AK var með tæp 9500 tonn af makríl en Fínnur Fríði 8500 tonn af makríl.  Þarna er Víkingur AK með Vinninginn

 kolmunni
 Víkingur AK var með rúm 27 þúsnd tonn af kolmuna en Finnur Fríði var með tæp 36 þúsund tonn af kolmuna.  Finnur Fríði með vinningin,

og svo að lokum,

 Fimm hæstu
Fimm hæstu skipin á Íslandi voru með samtals 284 þúsund tonna afla,

Fimm hæstu skipin í Færeyjum voru með 277 þúsund tonna afla

 10 hæstu
en 10 hæstu skipin á Íslandi voru með 476 þúsund tonna afla

10 hæstu skipin í Færeyjum voru með 482 þúsund tonna afla



Finnur Fríði Mynd Karl Rasmussen


Víkingur AK mynd Guðmundur Elísason